Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 39

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 39
Að leggja nýtt land undir konungsríki Jesú Krists Hannesson kennir (við) lútherskan guðfræðiskóla. Vellíðan fjölskyldunnar (í) Chungking. Margir kristniboðar fara (til) Ameríku. Þökkum fjárupphæðir meðteknar. Norska sendiráðið (í) Kiha. Hjartanlegar kveðjur.30 Þannig bárust fyrstu fréttimar til íslands um að Jóhann og Astrid hefðu orðið að yfirgefa kristniboðsstöðina í Sinhwa þó ekkert kæmi fram í hinu stuttorða skeyti um ástæður þess að þau höfðu skipt um starfsvettvang í Kína. Ástæðumar vom hins vegar þær að japönsku herimir höfðu stöðugt komið nær. Fólk var skelfingu lostið enda fór miklum sögum fór af grimmdarverkum Japana. Ástandið hjá Norska kristniboðsfélaginu var nú orðið þannig, að fimm af átta kristniboðsstöðvum þess vom annað hvort í höndum óvinanna eða svo nálægt víglínunni, að þeir gátu tekið þær hvenær sem þeim sýndist. En þó var ekki nema helmingur af landsvæðinu í óvinahöndum, því að mörg sveitahémð losnuðu alveg við innrásina. En þar sem auðséð var, að ekki var betra í vændum, var ákveðið á fundi kristniboðanna á Tienchaofjalli, að tíu kristniboðar skyldu fara úr landi flugleiðis. Tveir skyldu fara til höfuðborgarinnar Chungking, annar til að vinna að þýðingum og bókaútgáfu fyrir hina kínversku evangelísk- lúthersku kirkju, með kínverskum samverkamönnum, hinn skyldi kenna guðfræði við lútherskan prestaskóla, sem Bandaríkjamenn höfðu endur- reist þar. Kom kennslan við prestaskólann í hlut Jóhanns. Þau Astrid og Jóhann fóm frá Sinhwa 14. september 1944 eftir að hafa starfað þar í þrjú ár. Hinir holdsveiku við holdsveikrahælið héldu þeim kveðjusamkomu og báðu þau að minnast sín. Þau létu síðan fatnað, rúmföt og eitthvað smávegis annað í poka, en skildu annars allt eftir. Bátur beið þeirra. Vinir þeirra kvöddu þau á bakkanum og lyftu ljós- týmm sínum í myrkrinu. Segist Astrid aldrei munu gleyma þeirri sjón. För þeirra til Chungking tók þrjá mánuði. „Var sú för hin erfiðasta, sem ég hef farið á ævinni,“ sagði Jóhann í grein árið 1946.31 Lá leið þeirra m.a. eftir Gula-fljótinu. Mikið var af hringiðum í ánni, og einu sinni steypist báturinn þannig niður að Astrid segist hafa haldið að dagar þeirra væm taldir, en bátnum skaut upp aftur. Ferð þessi var mjög óhugnanleg því oft mátti sjá lík fljóta í ánni báðum megin bátsins eftir loftárásir Japana. Japanir tóku bæði kirkjuna og spítalann þar sem þau hjónin höfðu starfað. Sjálf lentu þau Astrid og Jóhann þó aldrei í návígi við Japani beinlínis en sprengjur þeirra komu þó nærri þeim í nokkur skipti. Astrid minnist þess að eitt sinn sem oftar glumdu kirkjuklukkur til merkis um að flugvélar væm á leiðinni. Hún stóð þá úti í garði, og áður en varði vom flugvélamar komnar yfir þau þannig að þau sáu þær varpa niður „eggjunum“, eins og Kínverjar kölluðu sprengjumar. Astrid tók til fót- anna skelfingu lostin, en hvasst var og vindurinn bar sprengjumar yfir 30 „Símskeyti frá Kína.“- Bjarmi 39,2/1945, 26. jan., s. 3. 31 „Stúdentar bjóða kristniboðum heim.“ Kristilegt stúdentablað 1946, s. 8-10, einkum s. 9. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.