Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 45
Að leggja nýtt land undir konungsríki Jesú Krists
hefi verið kennari hér við þennan skóla, en það er fyrsti — og verður
sennilega síðasti — hópurinn, sem ég útskrifa af kínverskum guðfræð-
ingum.“49
Varðveist hafa minnispunktar Jóhanns fyrir útskrift þá er hann
stjómaði sem rektor við prestaskólann vorið 1952. Af þeim punktum má
ráða að hann hafi ávarpað kandídatana eitthvað á þessa leið: „Kæm
kandídatar. Ungu menn. Guð á kirkju í þessum heimi. Þér hafið heyrt
Guðs orð. Hans hjálpræðisorð er komið til yðar, og meira en það: Þér
hafið svarað þessu orði, viljað undirbúa yður undir prestsþjónustu í
kirkju Guðs. Og kirkjan hefir gefið yður tækifæri til að fá þennan
undirbúning. I dag em þessu verki lokið, fjögurra ára starfi. Og dymar
em opnar til starfa. Margar milljónir bíða: Komi þitt ríki! Verði Hans
vilji! Helgist Hans nafn!“
Jóhann hafði gengt rektorsstarfinu í afleysingum stuttan tíma, en í bréfi
hans frá því í lok júlí 1952 kemur fram að honum hafi boðist rektors-
staðan áfram. Hann segist ekki hafa þegið hana vegna þess að sér finnist
bókmenntastarfið miklu nauðsynlegra. Alltof fáir kristniboðar sinni því
og svo vanti kristna menn nauðsynlega bækur til að geta hjálpað þeim
mönnum sem vilji verða kristnir eða hafi nýlega tekið við trúnni. í
bréfinu segir ennfremur: „Biblíunámskeið hefst eftir tvo daga í húsum
sem ég hef verið að gera við. Þetta hefir rekið á eftir mér, svo ég hef
orðið að vinna eins og jálkur. — Hef verið verkamaður, notað sement,
sand, hefil og önnur trésmíðaverkfæri, auk þess málað, keypt byggingar-
efni og litið eftir starfi þeirra, sem ég réði til að hjálpa mér. Á að prédika
á sunnudaginn í sambandi við Biblíunámskeiðið kínverska.“50
Starfi hans meðal Kínverja lauk þetta haust. Hann lagði af stað frá
Hong Kong með skipi þann 21. nóvember 1952 og kom til Reykjavíkur
19. janúar 1953. Kristniboðsvinir buðu hann velkominn á samkomu í húsi
KFUM og K 25. sama mánaðar, og var það fjölmennasta samkoma sem
þar hafði verið haldin um árabil.
Heimsókn Astrid til Hong Kong
Minningamar frá Kína fylgdu þeim Astrid og Jóhanni ætíð, og þau
dreymdi um að geta heimsótt Kína á ný. „Við Jóhann vorum búin að
ákveða að fara til Kína þegar við væmm komin á ellilífeyrisaldur. Þegar
Jóhann var dáinn hugsaði ég, að hann hefði óskað þess að ég gæti farið,“
segir Astrid. Lét hún verða af því að fara til Hong árið 1978 og bauð
systur sinni með sér. Varð þessi ferð henni til mikillar ánægju. Hún
heimsótti skólann þar sem Jóhann hafði kennt. Andres Shau (Hisiao),
rektor skólans (Lutheran Theological Seminary), hafði verið nemandi
Jóhanns og kona hans hafði verið í unglingaskóla hjá þeim. „Það var
sunnudagur og ég fór á samkomu í skólanum. Andrew Hisiao var stiginn í
stólinn þegar ég kom inn í salinn, en varð litið á mig þar sem ég hafði
49 „Frá síra Jóhanni Hannessyni.“ Bjarmi 46,9/1952, 9. júní, s. 2.
^9 „Kveðjur frá Hong Kong.“ Bjarmi 46,12-13/1952, 23. ágúst, s. 4.
43