Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 47
Heimir Steinsson
Myndasmíðar andans skulu standa
Háskólakennarinn Jóhann Hannesson
Þegar Jóhann Hannesson féll í valinn fyrir aldur fram 21. september
1976, kom í minn hlut að mæla eftir hann í Kirkjuriti.
í minningarorðunum birtist sú sérlega vinátta, sem tekizt hafði milli
mín og þessa góða drengs. Efast ég um, að nokkur maður vandalaus sé
mér hugstæðari frá mótunarárum í æsku, þótt seint verði fullyrt um slíkt.
Nú er ég beðinn að stinga niður penna um Jóhann Hannesson prófessor,
greina frá minningum um háskólakennarann. Þessa skal freistað. Augljós-
lega verður tvísýnt um hlutlægnina. Velviljaður lesari festir sér það, sem
honum þykir við hæfi og lætur annað kyrrt liggja.
Kennimaður á krossgötum
Jóhann Hannesson hafði komið víða við sem kennari, er hann var skipaður
prófessor við Guðfræðideild Háskóla íslands 1. ágúst 1959. Meðal annars
var hann prófessor við Lutheran Theological Seminary í Chungking,
1944-1946 og í Hong Kong 1951-1952, stýrði raunar skóla þeim um hríð.
Kennari var hann og við guðfræðideild Háskólans 1947-1948. Kristniboði
er jafnan kennari. Reynsla Jóhanns af kennslustörfum var því umtalsverð
orðin og sundurleit.
Skólamálaáhuginn var brennandi, enda kom prófessor Jóhann einnig
við sögu Kennaraskólans og Hjúkrunarkvennaskólans, þegar hann var
setztur að í ReykjavQc, skrifaði og mjög um skólastefnu, varð m.a. manna
fyrstur til að kveða upp úr með hugmyndina „Um kirkjulegan lýðhá-
skóla,” sbr. Kirkjuritið 1963.
Arin sex hin næstu áður en Jóhann tók við prófessorsembætti sinnti
hann þó öðrum efnum, sem minnzt mun verða í þessari bók. Líklegt er,
að nokkur hugur hafi verið í kennaranum Jóhanni, er hann hófst handa að
nýju eftir það hlé. Þegar ég ber endurminningar mínar um prófessor
Jóhann saman við æviþráð hans allan og annarra manna umsögn, stígur
fram fyrir hugskotssjónum mynd, sem nýnema í guðfræði ekki var ljós
tveimur árum eftir að Jóhann byrjaði kennslustörf við Háskólann:
I þennan tíma reis æviferill öndvegismanns einna hæst. Fimmtugur var
Jóhann að aldri, ríkur að reynslu, sem þroskazt hafði í erli og þögn á
Þingvöllum, heilsa hans góð og kjarkurinn óbugaður, persónuleikinn
fullmótaður og að engu leyti tekinn að láta á sjá.
Það var gæfa okkar, sem þá vorum ung, að hitta þennan kennimann á
krossgötum lífs og verka. Að baki voru ótalin ár lítt skiljanlegrar baráttu
45