Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 51
Minningar um háskólakennara Drjúgar urðu umræður um heimspeki og trú í þessum kennslustundum Jóhanns Hannessonar. Sú íhugun átti sér framhald í trúfræðinni, einkum í forspjallsþætti trúfræðinnar. En í heimspekisögu var grundvöllurinn lagður. Iðulega stöldruðu menn við og gengu á hólm við einstaka liði þeirra kenninga, sem til skoðunar voru. Ég leyfði mér eitt sinn þann munað að líkja prófessor Jóhanni við Sókrates. Líkingin var vægast sagt á tæpu vaði, þegar hugsað er til lærisveina hins foma Hellena! En „sam- ræður” áttu sér stað í heimspekisögutímum Jóhanns Hannessonar, — og engu undan skotið, sem efablandinn og ágengur unglingshugur brá á loft. Endurminningar um þessar stundir kalla fram mynd af musteri úr hvítum marmara. Byggingin er í smíðum. Súlumar hvíla á homsteinum óhaggaðra hugtaka. Sjálfar leita þær upp, súlumar. Meðan gamall skóla- drengur fær verki valdið, heldur hann áfram að bjástra við að hlaða musterisveggina. Hvelfingin er blár himinn. Þar tindra stjömur um nætur. Hinztu rök vitja þessa helgidóms svo lengi sem líf endist. Síðan tekur eilífðin við. Horft til heimskirkjunnar Undanfari trúfræði í „síðari hluta” var saga trúarlærdóma og yfirlit um kirkjudeildir. Hér fór myndasmíði undirbúningsgreinanna að skila sér úr höndum Jóhanns Hannessonar. Saga játninganna er einkar eftirminnilegt viðfangsefni þessara kennslustunda. Nú stikuðu fram ýmsir þeir orðstofnar, er áður höfðu verið kynntir. Samleikurinn við ritskýringu Nýja testamentis varð ljós; og sá ávæningur af hrífandi heimi hebresk- unnar, sem okkur hafði áskotnazt, fylkti sér að baki. Það hlýtur að teljast vafamál, að „saga mannsandans” geymi markverðari plögg en trúarjátningar fomkirkjunnar. Þær kynslóðir, sem þar lögðu stein við stein, gengu lengra í viðleitni sinni að fága fullkomnar skilgreiningar dýpstu leyndardóma en kunnugt er úr öðrum trúar- brögðum. Heimspekingar skilst mér tali iðulega í löngu máli við sjálfa sig og hverir við aðra. En samanþjappaðar heildarskilgreiningar af tagi játninganna kynnu að vera vandfundnar í þeirra búi. Þó má vera þar á séu undantekningar. Sem kirkjumaður var prófessor Jóhann fastheldinn á játningamar, en um þær hafði á hans dögum staðið styr svo sem að vanda lætur, er menn leggja sig eftir hugsandi trú. Þó er fastheldni prófessorsins engan veginn efst í huga, þegar litið er til þessara stunda. Miklu fremur að fjölrýni og yfirsýn gangi fram á minningavöllinn, ásamt þeirri þrotlausu rökræðu, sem aldrei lét staðar numið og hvergi sér fyrir endann á. Ágrip af sögu og sérstöðu helztu kirkjudeilda opnaði sýn til sundur- leitra heima. Prófessor Jóhann var einfaldur í hollustu sinni við evangelisk-lútherskan sið. Jafnframt var gagnkunnugur viðhorfum ann- arra kirkna og bar þau fram af þeirri virðingu fyrir viðfangsefninu, sem hæfði. Samkirkjuleg viðleitni var honum einkar hugleikin, þó án auðkeyptra lausna. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.