Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 52
Heimir Steinsson Einnig á þessum vettvangi urðu fullsæmandi sennur milli kennarans og nemenda, — innan þeirra marka, sem fáguð og festuleg framkoma Jóhanns Hannessonar jafnan setti. Einkum varð mönnum skrafdrjúgt um sérkenni Rómarkirkjunnar. Páfadæmið hafði sitt afdráttarafl, — með umsvifalausum úrskurðum í örðugum málum. „Já, rétt er það,” sagði prófessor Jóhann. „Alræði er jafnan einfaldasta leiðin.” Þetta átti hann til, hinn hógværi maður, að segja dagsatt í föstu skoti, — og afhjúpa margræðni sannleikans í framhjáhlaupi. Stabunt aeternum dogmata sacra Dei Höfuðviðfangsefni prófessors Jóhanns í „síðari hluta” og hámark kennslustarfa hans var trúfræði. Stuðzt var við rit Regins Prenters, Skabelse og genlflsning, og réði kennslubókin ferðinni í ríkara mæli en endranær. Innan spjalda þessarar bókar munu aðrir menn fjalla um fræðimennsku prófessors Jóhanns. Hér verður nú vitnað í minningarorð þau, sem ég gat í inngangi. Þar er eftirfarandi að finna um trúfræðikennarann Jóhann Hannesson: „Hitt vekur ævilanga aðdáun, að maður, sem svo víða deildi sér, skyldi jafnframt vera öllum öðrum stefnufastari, þegar komið var að grundvallaratriðum kristinnar trúar. Ekki þannig að skilja, að þar væri fram farið með offorsi eða fordæmingum í annarra garð. Einnig þessi efni voru öllum heimil til umræðu og véfangs, ef settum reglum siðmenningar var fylgt. En uppbygging sú, sem nemendur hlutu í trúfræðitímum prófessors Jóhanns varð ógleymanleg árétting alls hins bezta, er notið hafði verið við önnur nægtaborð. Þar var dreifðum vötnum safnað að einum ósi. Eftir svo sem tveggja vetra setu í þessum kennslustundum var hún upp timbruð fyrir innri augum sú eina, heilaga, almenna kirkja, sem við höfðum gengið á hönd. Byggð var hún á bjargi. Um það var aldrei að villast. En jafnframt var hátt til lofts og vítt til veggja í húsinu því, vistarverur margar, dymar sömuleiðis, — stundum fleiri en óþolimóðum og einsýnum æskumanni þótti hóf að. Aldrei fór prófessor Jóhann svo mjög á kostum sem einmitt þá, er reynt var að fá hann til að loka dyrum, lækka loft. Sundurleitum athugasemdum rigndi yfir undrandi tiíheyrendur. Föngum var viðað að úr öllum afkimum veraldar. Síðan leiftraði ein setning eða fleiri, eins og elding úr óráðnu lofti, — ummæli, sem aldrei hverfa úr huga, fremur en hinn góðlátlegi undirtónn, innileikinn og kátínan. Eftir sat nemandinn, lítið eitt sneyptur, en um leið furðu ánægður með sinn hlut. Og heilög kirkja hélt áfram að rísa.“ Ef setja skal almennan og þar af leiðandi léttvægan merkimiða á þá meginafstöðu, sem Jóhann Hannesson í kennslustundum birti til trúar og kirkju, kemur orðið „nýrétttrúnaður” til álita, en heldur þó engan veginn öllu til skila. Áhrif heittrúarstefnu sigla í kjölfarinu, samfara biblíufestu 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.