Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 55
Minningar um háskólakennara
gamansemi að undirtóni. Við þessi tækifæri var einu og öðru varpað
fram, sem ekki verður skráð hér og líklega aldrei. En „strætisvagna-
ræður” Jóhanns Hannessonar geymast í minningu og gætu sjálfsagt átt
heima í sama föruneyti og „borðræður” þess kirkjuföðurins, sem Jóhann
hafði mestar mætur á.
Hér hefur oftar en einu sinni verið ýjað að gamansemi. Það er ekki að
ástæðulausu. Jóhann Hannesson hafði miklar mætur á spaugi og lék að því
í sífellu innan kennslustunda og utan. Einu hverju sinni hélt hann öldungis
óvæntan og vísast tilefnislausan fyrirlestur í miðjum trúfræðitíma um
kímni og háð. Kímni væri siðferðileg dyggð, sagði prófessor Jóhann, upp-
byggileg og endurleysandi. Háð væri hið gagnstæða. Kristnum mönnum
bæri að rækta með sér spaugsemi, en varast háðið.
Nágrennið við Jóhann Hannesson varð til þess að leiða enn frekar í ljós
en ella þá alúð, sem áður getur og honum var eiginlegt að sýna nemendum
og þeirra fólki. Síðustu námsárin vann konan mín við afgreiðslu í
mjólkurbúð þar í hverfinu. Þetta var kaldsamt verk og í meðallagi
skemmtilegt. Prófessor Jóhann keypti mjólk og aðrar nauðsynjar við
hennar borð. Aldrei fór hann svo um garð, að ekki félli einhver
athugasemd til gamans og hressingar. Heimsóknir þessa öldurmannlega
spaugara með hlýjuna í fasinu og góðar fréttir á reiðum höndum léku eins
og sólargeislar um konumar, sem stóðu þama á steingólfinu og biðu þess,
að dagurinn liði.
Minningar
Maður, sem skrifar um annan mann, kunningja eða vin, skrifar ekki um
annan mann, heldur sjálfan sig. Hann dregur upp þá mynd af öðmm
manni, er býr í eigin hugskoti.
Svo varð og þessu sinni. Hér hefur ekki verið farið í fræðimannaleik og
engin úttekt á borð borin, einnegin ekki allar kennslugreinar prófessors
Jóhanns Hannessonar verið nefndar. Um er að ræða æskuminningar skóla-
pilts. Þær em ívaf nokkurra ára. Þegar litið er um öxl, em þau ár öðmm
kærari.
Sumir gera orð á minningum úr menntaskóla. Ég er eigi í þeim hópi,
þótt ekkert vilji ég lasta frá liðinni tíð. Aftur á móti verða guðfræði-
deildarárin hugleikin ævinlega. Eftir umtalsvert innra þóf tók ég þar til
verka og hafði fjóra um tvítugt. Gangleri hafði um síðir fundið
viðfangsefni, sem altók hann skilmálalaust. Flestar greinar námsins vom
jafn heillandi. Allar framandi aðsóknir, basl og búksorgir, þokuðu, hverju
sinni sem maður stakk sér í þerrnan makalausa hafsjó klassískra fræða með
3500 ára tilvísun og útsýn um alla jörð og eilífð og upphimin með, gott ef
ekki til undirdjúpanna líka.
Ég hafði verið að bjástra við humaniora á öðmm vettvangi um hríð.
Margt þótt mér þar kuldalegt og mjög á reiki. En guðfræðin var heit
innan rifja og allir hlutir hnitmiðaðir, röklegir og heiðbjartir.
53