Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 61
Heimamaður á Þingvöllum
blanda af hæverskri heimsmennsku og einlægri sveitagestrisni var söm
við sig hver sem í hlut átti.
Á skrifstofu þjóðgarðsins á Þingvöllum blasa við þrjár mannamyndir á
veggnum gegnt innganginum. Myndin af séra Jóhanni er þar í miðið. Sitt
á hvora hlið eru myndir af Sveini Bjömssyni forseta og norska skáldinu
Nordal Grieg. Þeir tveir eru góðir fulltrúar nokkurs hóps Þingvallagesta.
Sérstakt nábýli var löngum við ýmsa fyrirmenn þjóðarinnar og gesti
Þingvallanefndar. Nefndin hafði þá hluta núverandi prestseturs til umráða
og dvöldust ýmsir alþingismenn, ráðherrar og fleiri þar oft, aðallega á
sumrin. Forsetahjónin Ásgeir og Dóra vom þar einnig gjaman. Forsætis-
ráðherra og fjölskylda hans dvaldist löngum í Konungshúsinu þar sem nú
stendur minnisvarðinn um Bjama Benediktsson, konu hans og dótturson
þeirra. Þau áttu margvísleg viðskipti við heimili þjóðgarðsvarðar, keyptu
m.a. mjólk þar.
Hér reyndi mjög á heimsmanninn fyrrum ræðismann íslands í Kína.
Þannig komu fjölmargir opinberir gestir og nutu leiðsagnar og gestrisni
þessara fulltrúa íslenska lýðveldisins sem Þingvallahjónin vom og em.
Einnig hér var séra Jóhann réttur maður á réttum stað.
Hér em margra heima mót og það mætti fylla stóran vegg á
þjóðgarðsskrifstofunni með myndum, ef fulltrúar allra hópa sem heim-
sækja Þingvelli og njóta þjónustu þjóðgarðsvarðar ættu að vera þar. Þá
mætti sérstaklega minnast á granna og sveitunga sem Jóhann var mjög
tengdur á marga vegu — sumum allt frá æskuámm. Jónas vegaverksstjóri
í Stardal, Markús gamli í Svartagili, Guðmann á Skálabrekku, Símon í
Vatnskoti og fleiri væm verðugir fulltrúar þessa hóps sem tengdust
Þingvallaheimilinu með ýmsu móti.
Þegar kemur að heimilinu er ekki gerlegt að greina alveg í sundur störf
þeirra hjónanna, svo samþætt vom verkefnin og samvinnan náin. Astrid
gekk að flestum störfum, bæði í búskap og þjónustu, líkt og Jóhann.
Hlutur hennar verður ekki rakinn hér sem vert væri en aðeins minnt á að
menntun hennar og reynsla í hjúkmn og heilbrigðisþjónustu kom svo
sannarlega að gagni bæði á staðnum og í sveitinni. Önglar veiðimannanna
rötuðu ekki ætíð í munna fiskanna. Það gat verið gott að eiga góða og
fróða að ef þeir festust í mannsmunni eða rassi. Freistandi væri að birta
hér fleiri dæmi.
Astrid var einnig burðarás í helgihaldinu bæði á heimilinu og í
kirkjunni með söng og orgelleik sínum. Húsfreyjustarfinu gegndi hún sem
gamalreynd íslensk sveitakona þótt hún hefði lítt kynnst sveitalífi fyrr en
hér. Hjónin vom mjög samhent í umhyggju sinni fyrir heimilismönnum
sínum og sóknarbömum.
A Þingvöllum vom bæði skyldir og vandalausir, einkum á sumrin. Þar
nutu einnig gestir og grannar umhyggju, skemmtunar og hressingar. Þetta
59