Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 65
Jónas Gíslason
Samstarfsmaður og vinur
Fáein minningabrot
Opnar dyr
Það var tekið að rökkva. Allt var kyrrt og hljótt.
Ég reis á fætur og kveikti ljósið. Ég fann til nokkurrar þreytu í herðum,
eftir að hafa setið lungann úr deginum við ritvélina. Mér varð litið á
klukkuna. Hún var að verða fimm.
Ég lauk upp hurðinni og gekk fram á ganginn. Það var gott að rétta úr
bakinu, teygja úr sér og gjöra nokkrar armsveiflur. Ég gekk inn aftur og
settist. Ásláttarhljóðið frá ritvélinni rauf eitt þögnina. Flestir kennaramir
voru famir heim.
Ég skildi hurðina eftir í hálfa gátt.
Einhver lauk upp dymm. Ég leit upp. I dymnum andspænis mér við
ganginn stóð gráhærður maður — með hökutopp — eilítið álútur. Hann
rétti úr sér, um leið og hann sagði:
“Það er hollt og gott að hreyfa sig öðm hvom, annars stirðnum við og
gigtin fer að hrella okkur.”
Glettnisglampa brá fyrir á andliti hans.
Samtalinu lauk og hvor okkar um sig tók aftur upp fyrri þráð, en
dymar vom hafðar í hálfa gátt. Við vomm bæði í sjónmáli og kallfæri.
Ég minnist margra slíkra stunda.
Stundum varð samtalið ekki öllu lengra, en oft kom þó fyrir, að hann
settist inn til mín — eða ég til hans. Þá var skeggrætt um lífið og
tilvemna — oft út frá því efni, sem annarhvor okkar var að glíma við þá
og þá stundina.
Ég man, hve ég naut samfélagsins við Jóhann. Hann var ætíð
reiðubúinn að leiðbeina yngri starfsbróður og fræða um hvaðeina það,
sem honum sjálfum hafði lærzt á langri ævi. Hann bjó yfir dýrmætri
lífsreynslu, sem hann hafði aflað sér á óvenju litríkum æviferli — og ég
drakk í mig þennan fróðleik.
Ég hugsa til þessara samverustunda með gleði og þakklæti, en
jafnframt söknuði og eftirsjá. Ég vildi óska, að ég hefði fest mér betur í
minni og fært til bókar ýmislegt það, sem þá bar á góma!
Vinátta okkar og samstarf varð náið og ég lærði að meta hann því
meir, sem ég kynntist honum betur.
Slík er myndin, sem ég geymi í huga mér af Jóhanni Hannessyni,
kristniboða og prófessor.
63