Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 68
Jónas Gíslason
Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvert fer ég? Til hvers er ég hér? Og
hvað skyldi þessi tilvera bera i skauti sér mér til handa?
Þannig hafa námfúsir og gáfaðir unglingar spurt á öllum öldum — og
spyrja enn. Hitt er líklegra, að hann hafi fá úrræði séð til þess að láta
drauma sína rætast.
Haldið að heiman
Jóhann fór að heiman eftir ferminguna til Reykjavíkur. Foreldrar hans
voru í kunningsskap við hjón í Reykjavík, sem margir sveitamenn gistu
hjá í kaupstaðarferðum. Þau hétu Guðbergur Jóhannsson og Herborg
Jónsdóttir. Jóhann réð sig í sumarvinnu hjá Ragnari, bróður Herborgar,
sem bjó á Bústöðum við Reykjavík.
Og nú rofaði skyndilega til og leiðin til mennta opnaðist honum á
óvæntan hátt.
Ólafía Jónsdóttir, hjúkrunarkona, systir þeirra Herborgar og Ragnars,
kynntist Jóhanni og fékk mikinn áhuga á að hjálpa honum, þegar hún sá,
hvert mannsefni bjó í honum. Sjálf hafði hún um árabil dvalið í Noregi
við nám og starf. Hún hvatti hann til þess að halda utan til náms og með
aðstoð hennar fékk Jóhann skólavist á kristilegum lýðháskóla í Danvik —
nærri Drammen.
Noregsför
Þannig atvikaðist það, að félítiil — en fróðleiksfús — unglingur hélt utan
til Noregs í leit að hamingjunni með fátt annað í farteskinu en “nesti og
nýja skó”. Haustið 1928 settist hann á skólabekk. Langþráður draumur
var að rætast.
Og hann fann hamingjuna.
Sama haust settist ung norsk stúlka í skólann, Astrid Skarpaas. Henni
varð brátt allstarsýnt á íslendinginn.
“Það var ekki erfitt að taka eftir þessum útlendingi, sem kunni aðeins
hrafl í dönsku, en enga norsku,” segir hún og brosir. Og hún fór að
hjálpa honum að ná tökum á norskunni.
Þeim Astrid og Jóhanni gekk báðum vel í námi. Vigeland skólastjóri
hafði miklar mætur á Jóhanni.
Kristniboðsköllun
Mikill kristniboðsáhugi var á skólanum í Danvik. Margir kristniboðar
komu í heimsókn og sögðu nemendum frá starfi sínu úti á
kristniboðsakrinum.
Áhugi margra nemenda vaknaði og Jóhann fékk köllun til þess að
gjörast kristniboði. Eftir að hafa verið heima á íslandi næsta ár, fór hann
aftur út til Noregs 1930 og innritaðist í kristniboðaskóla Norska
66