Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 71
Samstarfsmaður og vinur
kristniboða í Hong Kong í fyrra og spurði þá um starf þeirra Astrid og
Jóhanns, að þeirra er enn minnzt með þakklæti. Jóhann kom með ýmsar
tillögur til umbóta í starfinu, sem snertu ekki sízt guðfræðimenntunina.
Hann var augsýnilega enn í miklu áliti. Það gladdi mig afar mikið að
heyra þennan dóm um starf þeirra þar.
Umhyggjusamur kennari
Jóhann var afar umhyggjusamur maður. Það fengu guðfræðistúdentar að
reyna í ríkum mæli. Hann lét sér annt um velferð þeirra, enda virðist mér
hann vera sá kennari, sem stúdentar oftast minnast, er deildin og kennslan
þar berst í tal hjá þeim. Auðvitað gat snurða hlaupið á þráðinn í einstöku
tilfelli, en hitt hygg ég, að langflestir nemendur minnist hans með
þakklæti fyrir umhyggju hans í þeirra garð.
Jóhann hafði flestum kennurum fremur mótandi áhrif á nemendur og
engum gat dulizt, að honum var full alvara með starfi sínu. Hann var enn
fyrst og fremst kristniboðinn, sem bar frelsara sínum og Drottni vitni í
orði og verki. Hann vildi veita prestsefnunum sem haldbezt og hagnýtast
veganesti til starfa á vegum kirkjunnar.
Eftirfarandi atvik sýnir þessa umhyggju Jóhanns vel.
Nemendur voru í prófi í skriflegri kirkjusögu. Verkefnið virtist koma
þeim nokkuð á óvart og leizt þeim ekki betur á blikuna en svo, að einn
nemendanna féll í yfirlið.
Jóhann var þá deildarforseti. Hann hafði þegar samband við lækni til
þess að líta á stúdentinn. Eftir það vildi hann jafhan hafa einhvem lækni á
“bakvakt”, sem leita mætti til, ef þörf krefði.
Þá fylgdist hann vel með persónulegum högum nemenda og var skyggn
á, ef einhverjir erfiðleikar steðjuðu að þeim og tmfluðu í námi. Hygg ég
fáa kennara hafa tekið honum fram í þeim efnum.
Þá er enn höfð að orðtaki í guðfræðideildinni setning, sem Jóhann
sagði oft, er hann var að hughreysta stúdenta:
“Þetta hefur allt tilhneigingu til þess að fara vel!”
Fjölþætt áhugasvið
Skrif Jóhanns lýsa því glöggt, hve áhugasvið hans var vítt. Hann var alla
tíð sannur fulltrúi hins sjálfstæða íslenzka bónda, sem þurfti að geta tekið
til hendi á sem flestum sviðum lífsins. Mér finnst eiga vel við hann lýsing
vesturíslenzka skáldsins, er orti svo:
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
herra, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
69