Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 72
Jónas Gíslason
Mun hafa reynt á þessa alla þætti íslendingseðlisins í starfi hans í Kína,
þar sem hann varð oft að vinna við erfiðar aðstæður og reyna sjálfur að
leysa aðsteðjandi vanda, því að þar var sjaldnast aðstoð annarra að fá.
Er hann reit smápistla í Lesbók Morgunblaðsins um skeið, gat þar að
líta umfjöllun um ýmis dýpstu rök mannlegrar tilveru, einkum þau efni,
er snerta samband okkar við Guð. En hann gat líka verið feikna
“praktískur” og ritað gagnlegar greinar með leibeiningum, sem komu að
góðu haldi í daglegu lífi, eins og t.d. hvemig eigi að bjarga sér úr vök!
Hann lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi.
Þá gat Jóhann oft verið afar glettinn og kom oft með hnittilegar
athugasemdir.
Eitt sinn var hann að lýsa deildarfundum guðfræðideildar og komst þá
þannig að orði:
“Deildarfundir guðfræðideildar líkjast einna helzt fundum þjóð-
höfðingja Norðurlanda, þar sem þeir koma saman og ræða sameiginleg
áhugamál ríkja sinna. Síðan fer hver um sig heim og stjómar sínu ríki.”
öðm sinni var hann að ræða um starfsaðstöðu presta, sem skipaðir
væm til starfa í nýjum hverfum í Reykjavík, þar sem þeir yrðu sjálfir að
skapa sér starfsaðstöðu og byggja kirkju í samvinnu við söíhuðinn.
Þá komst Jóhann þannig að orði:
“Þegar prestar em ráðnir til starfa í nýjum hverfum í Reykjavík, em
farið með þá svipað og fallhlífahermenn, sem varpað er út í falllhlíf og
látnir svífa til jarðar í óvinalandi. Eftir að þeir em lentir, verða þeir að
bjarga sér sjálfir eftir beztu getu.”
Hann fylgdi sannfæringu sinni
Jóhann var um margt minnisstæður maður. Hann fór oft eigin leiðir, þótt
það gæti stundum leitt til þess, að hann ætti þá ekki alltaf marga
samferðamenn um sinn. Hann gjörði það eitt, er hann taldi rétt vera
hverju sinni.
Eg minnist þess, hve ég varð hissa eitt sinn, er ég heyrði hann á
opinbemm kappræðufundi fundi í Reykjavík lýsa þeirri von sinni, að
Maó formaður, sem hafði reyndar á sínum tíma verið nemandi í einum af
skólum Norska kristniboðsfélagsins, bæri sigur úr býtum í valda-
baráttunni í Kína eftir lok seinustu heimsstyrjaldar. Taldi hann, að það
væri eina vonin til þess, að djúpstæð spilling yrði upprætt í landinu og
réttlátara skipulag kæmist á. Jóhann var þá staddur heima í leyfi eftir
fyrri dvöl sína þar eystra.
Fyrir þessa skoðun varð hann fyrir aðkasti sumra, sem töldu
kristniboðanum sæmra að taka afstöðu gegn kommúnistum. En Jóhann
fylgdi einarður sannfæringu sinni og hún var þessi þá.
Hitt er jafnljóst, að skoðun hans var mjög breytt, er hann koma aftur
heim eftir seinni dvöl sína í Kína og Hong Kong. Þá hafði hann kynnzt
70