Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 72

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 72
Jónas Gíslason Mun hafa reynt á þessa alla þætti íslendingseðlisins í starfi hans í Kína, þar sem hann varð oft að vinna við erfiðar aðstæður og reyna sjálfur að leysa aðsteðjandi vanda, því að þar var sjaldnast aðstoð annarra að fá. Er hann reit smápistla í Lesbók Morgunblaðsins um skeið, gat þar að líta umfjöllun um ýmis dýpstu rök mannlegrar tilveru, einkum þau efni, er snerta samband okkar við Guð. En hann gat líka verið feikna “praktískur” og ritað gagnlegar greinar með leibeiningum, sem komu að góðu haldi í daglegu lífi, eins og t.d. hvemig eigi að bjarga sér úr vök! Hann lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Þá gat Jóhann oft verið afar glettinn og kom oft með hnittilegar athugasemdir. Eitt sinn var hann að lýsa deildarfundum guðfræðideildar og komst þá þannig að orði: “Deildarfundir guðfræðideildar líkjast einna helzt fundum þjóð- höfðingja Norðurlanda, þar sem þeir koma saman og ræða sameiginleg áhugamál ríkja sinna. Síðan fer hver um sig heim og stjómar sínu ríki.” öðm sinni var hann að ræða um starfsaðstöðu presta, sem skipaðir væm til starfa í nýjum hverfum í Reykjavík, þar sem þeir yrðu sjálfir að skapa sér starfsaðstöðu og byggja kirkju í samvinnu við söíhuðinn. Þá komst Jóhann þannig að orði: “Þegar prestar em ráðnir til starfa í nýjum hverfum í Reykjavík, em farið með þá svipað og fallhlífahermenn, sem varpað er út í falllhlíf og látnir svífa til jarðar í óvinalandi. Eftir að þeir em lentir, verða þeir að bjarga sér sjálfir eftir beztu getu.” Hann fylgdi sannfæringu sinni Jóhann var um margt minnisstæður maður. Hann fór oft eigin leiðir, þótt það gæti stundum leitt til þess, að hann ætti þá ekki alltaf marga samferðamenn um sinn. Hann gjörði það eitt, er hann taldi rétt vera hverju sinni. Eg minnist þess, hve ég varð hissa eitt sinn, er ég heyrði hann á opinbemm kappræðufundi fundi í Reykjavík lýsa þeirri von sinni, að Maó formaður, sem hafði reyndar á sínum tíma verið nemandi í einum af skólum Norska kristniboðsfélagsins, bæri sigur úr býtum í valda- baráttunni í Kína eftir lok seinustu heimsstyrjaldar. Taldi hann, að það væri eina vonin til þess, að djúpstæð spilling yrði upprætt í landinu og réttlátara skipulag kæmist á. Jóhann var þá staddur heima í leyfi eftir fyrri dvöl sína þar eystra. Fyrir þessa skoðun varð hann fyrir aðkasti sumra, sem töldu kristniboðanum sæmra að taka afstöðu gegn kommúnistum. En Jóhann fylgdi einarður sannfæringu sinni og hún var þessi þá. Hitt er jafnljóst, að skoðun hans var mjög breytt, er hann koma aftur heim eftir seinni dvöl sína í Kína og Hong Kong. Þá hafði hann kynnzt 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.