Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 80

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 80
Sigurbjöm Einarsson Og öll áhyggja hjartans, öll óvissa, uggur, kvíði og þraut, vitundarlífið allt hneig í þessa einu stefnu: Kristur einnig nú, verði hann vegsamlegur nú sem ávallt. Það var innsta löngun og æðsta von. Fjötrar og svarthol breyta ekki því, að lífið er Kristur og að honum hefur af náð þóknast að taka mig, líkama og sál og allt mitt, kjör og hagi og öll afdrif í sínar hendur, á sitt vald, í sína þjónustu. Þannig hugsar Páll. Og þegar hann horfir fram til þeirrar stundar, sem hann vissi í nánd, þegar hann væri liðið lík, fallinn fyrir böðulsöxi eða öðru vopni þess óvinar, sem Jesús Kristur hafði þreytt stríðið við og sigrað, þá var eitt um þá stund að segja, eitt skyldi hún vitna um og boða: Verði hann vegsamlegur, hann, sem er lífið, Kristur. Verði dýrðin hans, hvort sem ég fæ að lifa eða verð að deyja. Lífið er mér Kristur. Hjá yfirburðum þeirrar staðreyndar met ég allt einskis virði, segir Páll á öðrum stað, allt, sem æviskeiðið færir að höndum, allt, sem er gefið eða tekið. Það er allt undir þessu formerki. Og allt, sem dauðinn dylur, er gegnlýst af þessu, yfir því öllu er þetta stóra „nú“, þetta eilífa „nú“, Kristur krossins, Kristur upprisunnar og lífsins. Langt er síðan fanginn Páll lét skrá þessi orð, þessa kveðju til vina, nemenda og trúsystkina í samtíð sinni. En kveðjan hans berst til vor, sem hér erum í dag. Hverful andrá á æviferli vorum stendur yfir og einn er á meðal vor liðinn, ferill hans á enda, andvana líkami hans vígður til grafar. Stundin markar hinstu mót, vinaskilnað, umskipti í heimi ástvina, djúptæk og gagnger. En yfir það allt hvelfist sá veruleiki, sem er að baki þessum orðum: Einnig nú eins og ávallt. Hér er brúað djúpið milli vor og Páls. Hér hverfur djúpið milli vor og Jóhanns Hannessonar. Líkami hans er á meðal vor hinsta sinni, bugaður, brotinn, fallinn. En það megum vér vita, að á meðan þar vakti líf, á meðan þar bærðist bæn í hjarta, já, innst í djúpi sálar á bak við alla meðvitund, var þetta: Kristur, lífið, verði hann vegsamlegur fyrir líkama minn, hvort sem verða skal með lífi eða dauða. Þetta stendur letrað í brostnum augum. Það er skráð yfir hljóðri kistu. Það er hvíslað í hverjum tóni, hverju orði og öllum trega þessarar stundar. Og það veit ég, að hann átti ekki aðra ósk um útför sína en að þetta kæmist til skila þar. Og ekki aðra ósk um minningu sína hjá nemendum, vinum og samferðamönnum en að þetta bæri yfir og að öll virðing og vinaþel hnigi í þennan farveg, stefndi að þessu miði: Verði Kristur vegsamaður ávallt, þegar mín er minnst. Það er ekki nafnið Jóhann Hannesson, ekki saga hans né persóna, sem hann óskar að hugur snúist um, að öðru leyti en því sem það má benda og vitna: Lífið er Kristur. 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.