Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 85
Þórir Kr. Þórðarson
Svipmyndir af samkennaranum
Inngangur
Prófessor Jóhann Hannesson var alfræðingur (encyclopedisti). Hann lagði
sig eftir þekkingu hvers konar sem gæti varpað ljósi á áhugasvið hans sem
var nánast mannlíf allt af sjónarhóli guðlegrar náðar. Þá var hann fyrsti
kínafræðingur (sínológ) Islendinga. Þekking hans á því sviði var
yfirgripsmikil og hann skrifaði nokkuð um þá hluti til fróðleiks löndum
sínum. En áhugi hans á menningu Kína, sögu þess, landsháttum og
mannfólki, viðhorfum, siðum og háttum, spratt vitaskuld af þeirri sér-
mótun sem öll hans hugsun laut og þeirri stefnu sem kom skýrt fram í
skrifum hans og samtölum hér í Háskólanum, en það var vitundin um það
að Jesús Kristur er hjálpari sem gengur inn í kjör fólks og hjálpar því við
þœr aðstœður sem það býr við, og af þeim sökum skipta höfuðmáli
aðstæðumar sem fólk býr við — menningin, þjófélagshættimir, viðhorfin
— ef skilja á það verk sem Jesús Kristur vinnur og hvemig á að bera
hann fram við fólk. Þess má geta til gamans að þessi afstaða hans var
raunar í miklum samhljómi við ríkjandi fræðastefnu guðfræði-
deildarinnar á þessu skeiði. — Jóhann Hannesson starfaði í þessum anda
um langt skeið sem kristniboði í Kína, en þessi viðhorf hans byggðu á
þeirri „gerð” kristindóms sem hann hafði haft með sér úr Grafningnum
og tamist við á þeim ágætu skólum í Noregi þar sem hann nam.
Þjóðfélagshættir, saga, bókmenntir, heimspeki — allt þetta vom honum
nauðsynleg forsenda þess að skilja kristindóminn og kristinn boðskap (en
um það fjallar guðfræðin).
Það kom mörgum á óvart þegar séra Jóhann birti greinar í Mbl. um
hvemig bjarga ætti manni úr vök (með uppdráttum) og um verkfræðileg
vandamál við stíflugerð í Sogi upp við Þingvallavatn, og hefur margur
sjálfsagt hugsað sem svo að skrif sem þessi væm partur af skemmtilegri
sérvisku eða dægradvöl. En því fór víðs fjarri. Þessi áhugamál hans vom
lifandi þáttur í kristindómsskoðun hans: Líf mannsins skipti máli á öllum
sviðum innan sköpunarguðfræðinnar. — Og hér hygg ég raunar að
lykillinn að hugsun Jóhanns Hannessonar sé fólginn.
Þjóðgarðsvörðurinn raunsæi
Séra Jóhann Hannesson var stakur bindindismaður á vín. En raunsæið var
svo mikið að hann var (öllum til fomndmnar) meðmæltur bjómum og
sagði að hann væri skárri en brenndu vínin; þegar krakkar drykkju þau,
83