Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 86

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 86
Þórir Kr. Þórðarson yrðu þau vitlaus, en drykkju þau bjór, yrðu þau brátt syfjuð og færu heim að sofa. Um hans daga sem þjóðgarðsvarðar voru oft mikil drykkjulæti á Þingvöllum um hvítasunnuna svo að lá við slysum. Var um þetta rætt í blöðum, og fyrr á árum höfðu verið stofnaðar nefndir til rannsókna þessa nýja og óhugnanlega þjóðfélagsfyrirbæris. Eitt sinn við inngang hvíta- sunnuhelgarinnar tekur séra Jóhann eftir því að nokkrir strákar tjalda, en skammt frá þeim tjölduðu skuggalegir fullorðnir menn. Þótti honum ískyggilega horfa um félagsskap og nálægð slánanna við unglingana. Hann gefur sig á tal við drengina og verður þess brátt áskynja að þeir eru með miklar birgðir, fjórar flöskur af brennivíni. Þetta þótti séra Jóhanni horfa til ógæfu eins og á stóð um nábýlið við ribbaldana og hafði því sambandi við lögregluþjóna á staðnum, benti þeim á hina áhættusömu blöndu af fólki í næsta nágrenni drengjanna og lagði til að þeir athugi birgðimar hjá piltum. Lögreglan svarar því til, sem vonlegt var, að þá skorti lagaheimild til þess að fara í tjöld fólks, og tók þá séra Jóhann til sinna ráða. Hann fór til félaganna ungu, settist inn í tjald hjá þeim, tók þá tali og sagði að lokum: Nú skal ég gera við ykkur samning. Sjáið til, þið emð með alltof mikið brennivín. Ein flaska er meira en nóg. Látið mig fá þrjár flöskur, ég skal gefa ykkur kvittun, og svo komið þið til mín að helginni lokinni í Þingvallabæinn og ég afhendi ykkur flöskumar. Þetta samþykktu þeir og var frá þessu gengið. Svo líður hátíðin. Að kvöldi annars í hvítasunnu er barið að dymm og séra Jóhann fer fram. Standa þá utan dyra félagamir úr tjaldinu, og réttir einn þeirra fram miða en enginn þeirra mælir orð. Séra Jóhann fer inn í bæ, kemur með þrjár flöskur og fær piltunum. En hann tekur eftir því að þeir em kankvísir á svipinn og spyr, hvort eitthvað sé spaugilegt við þetta? — Ekki beint, svömðu piltamir, en það var brotist inn í tjaldið hjá okkur um nóttina og öllu stolið steini léttara, svo þú bjargaðir fyrir okkur þrem flöskum af brennivíni! — Þessa sögu sagði séra Jóhann með miklum brag og hafði gaman af. Bóndinn og fræðimaðurinn Eitt sinn sem oftar fór „deildin” í ferðalag. Ekki man ég hvert haldið var það sinnið, en ætíð var gaman í þessum ferðum. Sjáum við þá út um gluggann á V. stofu hvar rútan rennir í hlaðið, og reyndist það vera Guðmundur Jónasson sjálfur sem henni ók. Prófessor Jóhann var kominn út á tröppur og gengur út að rútunni um leið og Guðmundur Jónasson stígur út úr bílnum. En þegar þeir hittust var sem tveir gamlir hreppstjórar heilsuðust, svo innilegir vom samfundir þeirra. Þeir vom sem skomir af sama klæði. Heilsuðust þeir innilega, þótt ekki kysstust þeir að gömlum sveitasið, og spjölluðu um margt. — Það var einn stúdentanna sem kom auga á hve þessi „scena” var frábær, en ég man ekki hver hann var. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.