Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 86
Þórir Kr. Þórðarson
yrðu þau vitlaus, en drykkju þau bjór, yrðu þau brátt syfjuð og færu heim
að sofa.
Um hans daga sem þjóðgarðsvarðar voru oft mikil drykkjulæti á
Þingvöllum um hvítasunnuna svo að lá við slysum. Var um þetta rætt í
blöðum, og fyrr á árum höfðu verið stofnaðar nefndir til rannsókna þessa
nýja og óhugnanlega þjóðfélagsfyrirbæris. Eitt sinn við inngang hvíta-
sunnuhelgarinnar tekur séra Jóhann eftir því að nokkrir strákar tjalda, en
skammt frá þeim tjölduðu skuggalegir fullorðnir menn. Þótti honum
ískyggilega horfa um félagsskap og nálægð slánanna við unglingana. Hann
gefur sig á tal við drengina og verður þess brátt áskynja að þeir eru með
miklar birgðir, fjórar flöskur af brennivíni. Þetta þótti séra Jóhanni horfa
til ógæfu eins og á stóð um nábýlið við ribbaldana og hafði því sambandi
við lögregluþjóna á staðnum, benti þeim á hina áhættusömu blöndu af
fólki í næsta nágrenni drengjanna og lagði til að þeir athugi birgðimar
hjá piltum. Lögreglan svarar því til, sem vonlegt var, að þá skorti
lagaheimild til þess að fara í tjöld fólks, og tók þá séra Jóhann til sinna
ráða. Hann fór til félaganna ungu, settist inn í tjald hjá þeim, tók þá tali
og sagði að lokum: Nú skal ég gera við ykkur samning. Sjáið til, þið emð
með alltof mikið brennivín. Ein flaska er meira en nóg. Látið mig fá
þrjár flöskur, ég skal gefa ykkur kvittun, og svo komið þið til mín að
helginni lokinni í Þingvallabæinn og ég afhendi ykkur flöskumar. Þetta
samþykktu þeir og var frá þessu gengið. Svo líður hátíðin. Að kvöldi
annars í hvítasunnu er barið að dymm og séra Jóhann fer fram. Standa þá
utan dyra félagamir úr tjaldinu, og réttir einn þeirra fram miða en
enginn þeirra mælir orð. Séra Jóhann fer inn í bæ, kemur með þrjár
flöskur og fær piltunum. En hann tekur eftir því að þeir em kankvísir á
svipinn og spyr, hvort eitthvað sé spaugilegt við þetta? — Ekki beint,
svömðu piltamir, en það var brotist inn í tjaldið hjá okkur um nóttina og
öllu stolið steini léttara, svo þú bjargaðir fyrir okkur þrem flöskum af
brennivíni! — Þessa sögu sagði séra Jóhann með miklum brag og hafði
gaman af.
Bóndinn og fræðimaðurinn
Eitt sinn sem oftar fór „deildin” í ferðalag. Ekki man ég hvert haldið var
það sinnið, en ætíð var gaman í þessum ferðum. Sjáum við þá út um
gluggann á V. stofu hvar rútan rennir í hlaðið, og reyndist það vera
Guðmundur Jónasson sjálfur sem henni ók. Prófessor Jóhann var kominn
út á tröppur og gengur út að rútunni um leið og Guðmundur Jónasson
stígur út úr bílnum. En þegar þeir hittust var sem tveir gamlir
hreppstjórar heilsuðust, svo innilegir vom samfundir þeirra. Þeir vom
sem skomir af sama klæði. Heilsuðust þeir innilega, þótt ekki kysstust
þeir að gömlum sveitasið, og spjölluðu um margt. — Það var einn
stúdentanna sem kom auga á hve þessi „scena” var frábær, en ég man ekki
hver hann var.
84