Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 99
Jóhann Hannesson
Mitt unga fólki
Þessar hugleiðingar um mitt unga fólk verður að takmarka við þann
æskulýð, sem ég hef kynnst í háskólum og nokkrum öðrum æðri skólum,
þar sem ég hef unnið að kennslu. Eigin bömum og frændfólki verður að
sleppa, einnig mörgu öðm ágætu ungu fólki, sem ég hef kynnst í starfí og
samvistum. Rúmsins vegna er þessi takmörkun nauðsynleg, en í henni er
ekki fólginn neinn mannjöfnuður. Mitt unga fólk met ég hvorki æðra né
óæðra öðmm manneskjum í vorum heimi. En eitt er sameiginlegt mínu
unga fólki og sjálfum mér — og mætti nefna það húmanisma, enda ætlar
það flest að helga sig manneskjum fremur en vélum, vinna að kennslu,
hjúkmn, boðun Guðs orðs, líknarverkum og andlegri þjónustu við
manneskjur, sem hafa þessarrar þjónustu þörf.
I
Fyrsti hópurinn sem hér kallar til mín og hlýtur að verða ógleymanlegur,
er kínverski stúdentahópurinn, sem ég var samvistum við frá desember-
mánuði 1944 fram í júní 1946, í Chungking, sem þá var stríðshöfuðborg
Kínaveldis og hafði verið mikinn hluta þeirra 9 ára, sem Kína varði
hendur sínar fyrir Japan. Flest skólasetur kínverskra stórborga og mörg
menntasetur minni borga vom þá í rústum og höfðu verið ámm saman, ef
þeim hafði þá ekki verið breytt í japanskar herbúðir. Kennarar og
nemendur flúðu til Vestur-Kína, sem tókst að halda frelsi sínu, eða settust
að í sveitum á óháðum svæðum utan vígvallanna. Leiðin vestur var einatt
hátt á annað þúsund km, jafnvel nokkuð á þriðja þúsundið. Langt frá
heimahögum hóf skólafólkið að byggja upp fmmstæða flóttamannaskóla,
sem bám sömu heiti og hinir uppmnalegu, svo sem Nan Kai hagfræði-
háskólinn og Central University. Unga fólkið fór þessa löngu leið
fótgangandi, stundum komst það með fljótabátum ef það hafði efni á. í
Vestur-Kína hittust nemendur og kennarar aftur. Skólahúsunum var
hróflað upp úr sólþurrkuðum leir, bambusflísum og hálmi, og tekið var
til við nám og kennslu á nýjan leik. Án mikillar þrautseigju og fómfýsi
æskulýðsins hefði þetta ekki verið mögulegt.
Líkt var á komið um lútherska prestaskólann, sem upphaflega var
skammt frá Hankow, aðalborginni í miðjum Yangtze dalnum. Þegar
1 Grein þessi var upphaflega flutt sem útvarpserindi en birtist síðan í Samvinnunni
64,1, 1970, s. 44-46.
L
97