Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 107
Mitt unga fólk
sýnir, en vorir kaþólsku bræður voru miklu fyrr á ferðinni, og eins og
menn vita, tók það þrettán aldir að gera kristnina almennt kunna í
Evrópu.
Þróunarhjálp í nútíma skilningi orðsins er ennþá yngri, enda koma
svonefndar „friðarsveitir” ekki til sögunnar fyrr en eftir síðari
stórstyrjöld. —En þær hafa þegar starfað svo lengi að reynsla er þegar
fengin af þeim. Um þessa reynslu má lesa í erlendum blöðum — og hún
er á ýmsa lund furðuleg, og í meginatriðum gleðileg. En einhvem veginn
lætur blöðum vorum betur að segja tíðindi af vondum verkum en góðum í
öðmm löndum og að hampa tildursdrósum fremur en að greina frá
mikilmennum samtíðarinnar. Þó mun þetta fremur stafa af fáfræði og
áhugaleysi en illum vilja. En hér þyrfti að verða breyting til batnaðar.
Snemma á öldinni sungu menn kvæði um „vormenn íslands”. Þar var
hvatning til „ræktunar lands og lýðs”, enda hafa margar husjónir orðið að
raunveruleika og sumar að ríkisfyrirtækjum. Sígild er hvatningin reyndar
— og til viðbótar hugsjónin um vemdun náttúmnnar, svo landið kremjist
ekki undir kaldri hendi andlausra tæknikrata, sem allt meta á endanum í
aumm, krónum, sentum og dollurum.
Miklu lengra er um liðið síðan önnur lítil þjóð fékk þá köllun að verða
til blessunar öllum lýðum jarðar. Hún hefir verið hrakin og hrjáð, ofsótt
og pínd meir en nokkur önnur um leið og sú blessun, sem frá henni kom,
breiddist um víða veröld, og er þó ekki komin enn í fyllingu sinni.
Stundum gleyma íslendingar allt í einu hvílíkum gáfum þeir em
gæddir, og syngja með einu skáldi sínu að þeir séu fáir. Lesa mátti í fyrra
síðbúna frétt í erlendu blaði að landsmenn væm þeir þriðju tekjuhæstu í
heimi. Og þótt svo sé ekki nú, þá er það engin afsökun fyrir því að halda
að sér höndum. Því í trúmennsku við þær beztu hugsjónir, sem vér höfum
eignast hljótum vér að geta orðið til blessunar þeim sem mesta þörfina
hafa, því ekki em tækifærin færri en þegar fiskimennimir frá Galileu
dreifðust út um víða veröld þjóðanna.
Ef velmegunin kengbeygir ekki vort unga fólk niður í nautnasýki og
eigingimi, þá má vænta af því mikilla verka og góðra. Og framtíðin er
gefin bömunum, unglingunum og unga fólkinu.
105
L