Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 113
Jóhann Hannesson
Myndar kristindómurinn
menningu?i
Sérhver sá, sem hefur kynnt sér siðmenningarsögu mannkynsins, Austur-
landa og Vesturlanda, veit vel, að búddhadómur, hindúadómur og
múhameðstrú hafa myndað menningu. Má auðveldlega sjá þetta enn þann
dag í dag, ekki aðeins í trúarbrögðum, heldur einnig í listum, bók-
menntum, hugsun, hegðun, siðferði, þjóðskipulagi og framkvæmdum
heilla þjóða. Horfi maður svo austan úr heiminum til Vesturlanda, þá er
augljóst, að kristindómurinn hefur líka myndað menningu, sem í mörgu er
frábrugðin hinum ofangreindu menningarheildum. Svo augljóst mál er
þetta, að ekki þarf að rökræða það nánar. Ef einhver skyldi nú efast um
þessa staðreynd, þá ætti hann að ráða sig í sjómennsku og koma við í
Arabíu, Indlandi og Kína, en halda svo aftur heim og skoða sig um.
Hvað er menning?
Hugtökin, sem notuð eru, þegar rætt er um menningu og siðmenningu, eru
oft loðin og óskýr í vitund manna. Þau eru notuð án þess, að menn hafi
brotið þau til mergjar. Steinaldarmenning, eiraldarmenning, hámenning,
þjóðmenning, austræn, vestræn, rómversk, kínversk menning, búddha-
dómsmenning o.s. frv. — hvað felst í þessu öllu saman? Þá er talað um
villimennsku, barbarisma eða barbari á erlendum málum, en hvað er það?
Sögufræðingurinn Toynbee telur, að í heiminum hafi verið 21 menningar-
gerð, en af þeim hafi sumar staðnæmst, aðrar bæði staðnæmst og liðið
undir lok, en minni hlutinn hafi lifað. Þá menningu, sem vér tilheyrum,
hina vestrænu, telur hann upp mnna um og fyrir 700 e. Kr. og að hún taki
við af hinni hellenistisku menningu grísk-rómverska heimsveldisins, eftir
að Vesturrómverska rfkið hmndi. Telur hann kristindóminn hafa myndað
og mótað hana að miklu leyti, enda sjaldgæft að sjá menningarsögufræðing
nota Biblíuna jafn mikið og Toynbee. Auk þess telur hann að kristin-
dómurinn hafi meira og minna mótað tvær aðrar menningarheildir, hina
orþódoxu í þeim Austurlöndum, sem næst oss em, ásamt Suðaustur-
Evrópu og hina rússnesku, sem hann telur afkvæmi hennar.
1 Grein þessi birtist upphaflega í Kristilegu stúdentablaði 18. árg. 1. des. 1953.
111