Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 118
Jóhann Hannesson
hvort sem þeir eru trúaðir eða vantrúaðir, þá hafa þeir rótfest þetta
vinnusiðferði, sem er ein undirstaða vísindanna. En það á erfitt uppdráttar
í heiðnum löndum. Þótt skólum, sjúkrahúsum og heilsustofnunum hafi
verið komið á fót, eru þær í hættu vegna sóðaskapar, leti, tilhneigingar til
að fela það, sem miður fer, og starfsfólkinu getur meir en dottið í hug að
pressa peninga út úr sjúklingum eða blátt áfram strjúka frá skyldustörfum
sínum á sjúkrahúsunum.
Hin kristna mannmeðferð er það menningarsérkenni, sem skarpast
stingur í stúf við heiðni. Heiðnin fyrirlítur fátæklinginn, betlarann,
útlendinginn og jafnvel hinn vinnandi mann, og þetta loðir enn víða við
hámenningu Austurlanda.
En í samfélaginu við Krist em allir bræður, og kristindómurinn kennir
að sérhver maður sé dýmætur í Guðs augum, með því að sérhverjum
manni er boðuð Guðs náð og bamaréttur hjá honum.
Sú mannmeðferð, sem er undirstaða hins kristna lýðræðis, — að
maðurinn skuli í senn vera frjáls og ábyrgur, — er undirstaða hins kristna
lýðræðis. Oss er í Kristi gefið hið fullkomna frelsi, gmndvöllurinn er
lagður að fullkominni siðmenningu. En að menning vor er fjarri því að
vera fullkomin, er oss sjálfum að kenna. Syndin, sem loðir við oss, getur
blossað upp og orðið að opinberri villimennsku, ef Guð heldur oss ekki í
skefjum og varðveitir oss ekki frá hinu illa í oss og umhverfis oss. En
þegar þeir em orðnir margir og mikils ráðandi, sem gera uppreisn gegn
konunginum Kristi, þá getur hin kristna menning liðið undir lok. Oft
virðist svo í sögunni sem aðeins hafi vantað herzlumuninn á að heilar
þjóðir, t.d. Kína, gengju Kristi á hönd, en hin kristna menning var svo
veikburða, að hún gat ekki rétt þá hjálparhönd, sem beðið var um. Og á
mörgum sviðum og örlagaríkum stundum höfum vér brugðist vonum
Guðs og vonum manna, kristinna bræðra og heiðinna.
Lesið hina ógleymanlegu frásögu af eyðingu Sódómu og Gomorru í 19.
kapítula I. Mósebókar. Gleymið refilstigum allrar frjálslyndrar guðfræði í
því sambandi, en athugið í staðinn staðreyndimar, sem sagt er frá, þar á
meðal siðspillinguna, sem getið er um og svo eyðilegginguna. Athugið
einnig samtal Abrahams við Guð, þegar Abraham biður fyrir borginni.
Guð sagði aldrei nei við neinum lið bænarinnar. Abraham hætti blátt
áfram að biðja; hann var viss um, að í borginni hlytu a.m.k. að vera tíu
réttlátir — vandaðir menn. En um þá er hvergi getið og borgin var eydd.
Hlutverk kristinna manna er að vera heilagur kjami í menningunni til
þess að bjarga henni frá tortímingu, að vera í stað hinna fáu réttlátu, sem
vantaði í Sódómu. Þeir kristnir menn, sem hafa verið veitandi fremur en
þiggjandi í kristnu menningarlegu tilliti, hafa alltaf verið fáir. Sú kristna
menning, sem til er, er til orðin og viðhelzt fyrir kraftaverk Guðs og náð,
sem hann veitir mannkyninu fyrir sakir sinna útvöldu.
116