Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 126

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 126
Jóhann Hannesson móðurmáli. Mikið er varðveitt af hómílíum á ýmsum tungum frá miðöldum, en mjög lítið er í þeim af sjálfstæðum vinnubrögðum. Að miðaldirnar hafi verið án prédikunar, er hrein firra. Þvert á móti varð prédikunin að iðngrein, og mikið kapp var á það lagt að sjá prédikurum fyrir verkfærum til að stunda þessa iðn. Verkfærin voru einkum söfn af allegórisku efni, tilvitnunum í verk kirkjufeðranna og annarra fomaldarhöfunda. 7. Krossferðatíminn og hámiðaldir Krossferðaprédikunin er bæði sérstakur kafli og mjög sérkennilegur í sögu prédikunarinnar, og alls ekki lítill. Krossferðir gegn óvinum kirkjunnar vom boðaðar sem óbrigðult meðal til að ávinna sér allsherjar lausn, en þessi lausn eða allsherjar aflát var upphaflega ekki veitt öðmm en þeim, sem sjálfir fóm til Landsins helga. Þetta breyttist þó með tímanum svo að menn fengu rétt til að kjósa sér sinn eigin skriftaföður, en hann gat síðan veitt aflát, sem dugði bæði fyrir líf og dauða. Vér sjáum hve mikill skyldleiki er hér á milli og þeirrar aflátsprédikunar, sem flutt var á siðbótaröldinni. Því fór auðvitað víðs fjarri að verið væri að útskýra guðspjall dagsins með þessum prédikunum. Mælskulistin í þeim gat verið mikil og andagiftin, en innihaldið gat verið gjörsamlega pólitískt, fjarri öllum fagnaðarboðskap. Nafnið var fagurt, praedicatio sanctae crucis, prédikun hins heilaga kross. Þegar páfinn fyrirskipaði krossferðaprédikun gegn ytri óvinum trúarinnar, var auðvitað um utanríkispólítik að ræða. En ýmsar alþýðlegar trúarhreyfingar, t.d. katharanna í hinum kaþólsku löndum, svo sem Frakklandi, vom skapaðar af leikmönnum, sem ferðuðust um og prédikuðu. Að bæla þær niður, var mikilvægt innanríkismál, svo sem sagan sýnir. í krossferðaprédikun sameinast þrír þættir, svo að einn örvar annan: Páfavaldið, aflátið og prédikunin. Nú tóku menn aftur að gefa gaum að því, hve máttugt tæki prédikunin var, og mun nánar greint frá því hér á eftir. ' Ekki má gleyma því að til var algjörlega andleg krossprédikun, sem tkki stóð í neinu sambandi við krossferðir, heldur í beinu sambandi við kross Krists. Hér em ræður heilags Bemhards að mörgu leyti einstæðar. (Hann kom líka við sögu krossferðaprédikana.) Varðveittar em sumar- ræður, sem hann hélt yfir bræðmm i Clairvaux. Þær em merkileg verk. Þótt áhrifa Ágústínusar kirkjuföður gætti vemlega í þeim, þá komu um leið til sögunnar nýir tónar, sem lítt höfðu heyrst áður, einkum um kærleika Drottins Jesú til mannanna, kærleika sem opinberaður var gegn um þjáningar hans. Með heilögum Bemharði berst passíudulúðin inn í prédikun og sálma, og helzt þaðan í frá, ekki aðeins á miðöldum, heldur allt inn í samtíð vora. Hliðstæð breyting verður á þessum tíma í kirkju- listinni. 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.