Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 130
Jóhann Hannesson
prédikarar þeirra í ágætt samband við alþýðu manna. Lúther fékk t.d.
skipun frá yfirmanni sínum um að prédika undir tilteknu perutré. Það
var áður en hann gerðist siðbótarmaður. Sérstakir tímar kirkjuársins
urðu prédikunartímar öðrum fremur. Með skilnaðinum milli prédikunar
og liturgíu glötuðust heilbrigð og gagnleg víxláhrif milli liturgíu og
talaðs orðs.
Miðaldamenn vildu heils hugar vera biblíulegir í boðun sinni, en þær
aðferðir, sem notaðar voru, skyggðu einatt á orðið, og annarlegt efni, svo
sem heilagra manna sögur, ýttu orði Ritningarinnar hreinlega frá.
Allegóriska aðferð tóku menn að erfðum frá Originesi. Með ferfaldri
túlkun átti að efla ritningarorðið. Þessi aðferð nefndist Quadrigia, og var
í því fólgin að gera grein fyrir ferfaldri merkingu ritningarorðsins:
Bókstaflegri, siðferðilegri, allegóriskri og anagógiskri. Hin allegóriska
merking er hin andlega, anagógiska merkingin er um það sem er
vinarefni, trúaratriði, sem tekur til framtíðarinnar.
Orðið Jerúsalem hafði t.d. þessar merkingar:
1. Höfuðborg Júdeu, eða alls ísraelsrfkis. — Bókstafleg.
2. Skipulagt samfélaglíf — þ.e. siðferðileg merking.
3. Kirkjan sjálf á jörðu — þ.e. andleg merking.
4. Borg Guðs á himni eða eilíft líf, þ.e. himnesk borg.
Textamir eða einstök orð Ritningarinnar gátu þannig orðið eins konar
herðatré til að hengja á hinar furðulegustu skoðanir og skýringar. Jafnvel
prédikarar sem vildu vera mjög trúir Biblíunni, svo sem Wyclif, höfðu
sterka tilhneigingu til að fá ákveðið hugtak út úr nálega öllum textum.
Hann fékk t.d. hugtakið lögmál Guðs út úr þeim flestum, einnig mörgum
textum, sem em hrein fyrirheit. Þessi árátta setti svipmót sitt á prédik-
unarstarf lærisveina hans, bæði á Bretlandi (Lollards) og í Bæheimi
(B æheimsbræður).
Húmanisminn — þ.e. fommenntastefnan — átti lofsverðan þátt í því að
endumýja lífrænan skilning á Biblíunni. En jafnvel snillingur eins og
Erasmus frá Rotterdam var svo einhliða móralisti að meginatriði
fagnaðarboðskaparins urðu út undan í skýringum hans. Grundvallar-
skilningur húmanistanna á kristindóminum var einmitt sá að hann væri
lögmál Guðs. Þessi skilningur festist í sessi, einnig í rómversku kirkjunni
að því er til prédikunarinnar tekur. Markmið hennar er að boða Heilaga
Ritningu og lögmál Guðs - sacram scripturam divinamque legem
annuntiare. Svo fór einnig víða meðal reformaðra, þó ekki þar sem menn
fylgdu guðfræði Calvíns.
Mjög mikil þjóðfélagsádeila var í mörgum ræðum frá síðmiðöldum.
Mikið af því efni, sem er að finna í áðurgreindri„Summa praedicantium”,
er í reynd ádeila á misferli í mannlegu samfélagi þeirrar aldar. Þessa
128