Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 135
Saga kristinnar boðunar í frumdráttum
Prédikunin varð aftur á móti þungamiðjan í messum reformaðra, og í
kring um hana var smíðaður alveg nýr liturgiskur rammi, í stað hinnar
fomu liturgisku umgjörðar, sem lögð var niður. Sama þróim átti sér stað
í mörgum öðmm reformkirkjum: Prédikunin er tekin úr sinni fomu
umgjörð, en skapar sfðan sjálf nýja liturgiska umgjörð. Um leið kemur
nýr þróttur í tvo foma þætti prédikunarinnar, hinn spámannlega og
exegetiska. Calvin var frábær ritningarskýrandi, ef til vill hinn mesti
innan kirkjunnar allt frá Chrysostómusi.
Calvin hélt nokkru meir af fomum arfi en Zwingli, þó voru
guðsþjónustur í Zúrich og Genf í stómm dráttum af sömu gerð. Calvin
hélt í nokkrar leifar kirkjuársins. Hann hélt sérstakar prédikanir á
páskum og hvítasunnu, en sleppti þó öllum períkópum, og prédikaði út
frá bókum Biblíunnar í sömu röð og þær koma fyrir í helgiritasafninu,
bæði Gamla og Nýja testamentinu.
Gamla testamentið kom því til að móta reformaða prédikun mjög
mikið, og þau áhrif ná nokkuð inn í anglikönsku kirkjuna, einkum að því
er tekur til Saltarans. En anglikanska kirkjan hélt períkópunum, mörg
guðspjöll og pistlar em eins og fyrsta textaröð hjá oss.
Frá því greinir í heimildum að hraðritari nokkur hafi skjalfest rúmlega
tvö þúsund prédikanir eftir Calvin, og þess vegna er mikið af ræðum hans
varðveitt. Margar þeirra em spámannlegar ritskýringar spámannlegara
verka. Köllun sína skilgreinir hann sjálfur með samlíkingu við lúður,
„sem á að kalla aftur til Guðs og til hlýðni við haxm það fólk, sem er hans
eignarlýður.” Og lúðurinn er hér enginn annar en Calvin sjálfur.
Þótt reformaðar kirkjur séu bæði margar og allólíkar í samtíð vorri,
svo sem vér læmm af symbolikkinni, þá virðist í þeim öllum vera
geymdur sameiginlegur arfur frá svissnesku siðbótinni: Samband milli
liturgíu og prédikunar er mjög lauslegt.
Prédikun Húgenotta stóð á mjög háu stigi, eins og andlegt líf þeirra
yfirleitt. Svo segir í heimildum að þeir muni hafa verið um ein milljón að
tölu, þegar þeim var útrýmt úr Frakklandi. Var annar helmingurinn
drepinn, en hinn flúði land. Þeir sem til Hollands flúðu, mótuðu kirkjulíf
þar í landi mjög vemlega.
Jacques Saurin, sem uppi var 1677-1730 og starfaði í Haag síðustu 25
ár ævinnar, er talinn fremsti prédikari kirkjunnar á þeim tíma. Hann
markar tímamót, og má telja hann til forfeðra síðari tíma prédikunar í
reformuðum kirkjum. Hjá Saurin fer saman frábær mælskulist og mikil
trúarleg alvara og þekking. Ræður hans vom gefhar út í 12 bindum.
Alexandre Vinet var svissneskur prédikari og guðfæðingur, d. 1847.
Hann hafði afar víðtæk áhrif með prédikun sinni. Þótt hann væri uppi öld
síðar en Saurin, er augljóst samband á milli þeirra. Mesti prédikari
Frakklands í hópi mótmælenda á 19. öld var Adolphe Monod. Vakning
sú, er glæddi trúarlíf Svisslendinga og Skota, hafði þau áhrif á Monod að
133