Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 138
Jóhann Hannesson
allsherjar aðgerð til að framleiða góðar prédikanir, ef ekki fylgja aðrir
kostir: Lifandi orð frá lifandi Guði þarf að berast til lifandi manna til
þess að slík prédikun nái marki sínu. Ef þú-stíllinn verður ekki annað en
eins konar ars praedicandi, venja án persónulegrar sannfæringar, þá getur
hann verkað alveg eins leiðinlega og hvað annað, sem að vana verður.
Prédikun í enskumælandi löndum má í stórum dráttum flokka í þjár
megingerðir: 1) Klassiska hómílíu í stíl siðbótarmanna, 2) essay-
prédikanir og 3) vakningaprédikanir. En hér með er ekki öll sagan sögð,
því að mjög miknl munur er á einstaklingum.
Spámennimir teljast fyrirmyndir prédikara, í miklu ríkari mæli en hjá
oss, meðal enskumælandi þjóða, ekki sízt vestan hafs. Þetta er ein orsök
hina mörgu trúarflokka, sem þar em, og stöðugt bætast nýir við.
Spámannlegur boðskapur um vilja Guðs getur reyndar beinst að mjög
ólíkum hlutum, til dæmis að almennri betrun veraldarinnar eða eigin
þjóðfélags. Útkoma kann þá að verða einhvers konar pólitík, almenn
lífsvizka eða lífsstíll. Klassiskt dæmi hér um em púrítanar, og svo sem sjá
má, til dæmis af fyrrgreindri bók Mollands, hafa þeir lagt mjög mikið
fram til eflingar almennra mannréttinda.
Hins vegar ber að gefa gaum að því að sambandsrof við kirkjuár og
períkópur ala mjög á einstaklingshyggju. Þá er hætt við því að Guðs orð
verði út undan, boðskapurinn útþynnist, og að fagnaðarboðskapurinn
hverfi úr kirkjunni. í staðinn fyrir „gospel” kemur „social gospel”. Saga
prédikunarinnar sýnir næg dæmi þess frá vorri öld, og þessara áhrifa
gætti einnig hér á landi um nokkurt skeið.
Essayprédikun upp á sitt besta er að finna hjá þeim J. H. Newman og
F.W. Robertson. Báðir eiga heima í sögu 19. aldar. Hvomgur þeirra
flutti þó kenningu um hversu prédika skyldi, en það gerði annar
samtíðarmaður, Charles Simeon, með því að gefa út Horae homileticae,
mikið verk í tuttugu og einu bindi. Þetta er sennilega mesta prédikunar-
fræðiverk ensku kirkjunnar. Það tengir saman eldri og nýrri hómiletisk
verk á Bretlandseyjum, og fæst við raunhæf meginverkefni prédikunar-
fræðinnar.
Eldri fyrirmynd að þessu verki var annað verk eftir einn frægan
prédikara Húgenotta, Jean Claude, og ber það titilinn „Traite de la
compostition d'un sermon”. Þetta verk þýddi Simeon á ensku, og bætti
skýringum við. í þessu verki er því slegið föstu að það sé skylda
prédikarans að útleggja ritningartexta. Sú regla er arfur frá Calvin. En
margt annað í verkinu er arfur frá artes praedicandi ýmissa miðalda-
manna.
136