Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 143
Jóhann Hannesson
Talað í trúnaðii
Ég hef verið erlendis í samfleytt 9 ár, og þar af 7-8 ár í Kína. Ég var þar
allan styrjaldartímann, og jafnvel þótt ekki hefði verið styrjöld, hefði ég
frá mörgu að segja.
Og fjölda margir hafa lagt fyrir mig þessa spumingu: „Er nú ekki gott
að vera kominn heim?”
Jú, það er gott að vera kominn heim. Kristniboði, sem fer til Kína,
hefur ef til vill ekki meiri von um að sjá ættjörð sína aftur en hermaður,
sem sendur er til vígstöðvannna. Hver einasti kristniboði, sem fer til heitu
landanna, og kemur heill heim úr þeirri ferð, hann þakkar Guði alveg
sérstaklega fyrir þá náð að fá að líta föðurland sitt aftur.
Svo spyrja sumir: Vilt þú annars nokkuð vera að fara aftur til Kína? Er
ekki nóg að gera hér? Þykir þér ekki svo vænt um land þitt, að þú viljir
nú setjast hér að og vera hér það sem eftir er ævinnar?
Þetta er afar nærgöngul spuming, en hún er góð, og ég ætla að svara
henni rækileg. Hún snertir hvorki meira né minna en hið mikla vandamál
um föðurlandsást og köllun.
Ég fer ekki til Kína vegna þess, að mig skorti ættjarðarást, og ég ætlaði
mér aldrei að losna við þá skyldu að vera íslendingur. ísland var á
hverjum degi í huga mínum, þó að 7 ár liðu, án þess að ég hefði tækifæri
til að tala móðurmál mitt. Auðvitað gerði ég það, sem ég gat, til þess að
kynna landið, þar sem það er gjörsamlega óþekkt, eins og t.d. í Kína og
Hong Kong. Tækifærin vom líka mörg, af því að ég fékk svo mikið að
gera. Með því að kenna kínverskum stúdentum guðfræði, að vinna
kirkjulegt starf og líknarstarf, þar á meðal starf fyrir holdsveika, með því
að vinna með Kínverjum að útgáfu kínverskra bóka, heimsækja
menntaskóla og háskóla og boða þar kristna trú, þá fékk ég tækifæri til að
sýna, að ísland er menningarland, og líka hitt, að til em mannvinir á
íslandi, sem eitthvað vilja á sig leggja til að hjálpa öðmm, ekki aðeins í
orði, heldur einnig í verki. Ég bjóst við mörgum og góðum tækifæmm,
áður en ég fór, en möguleikamir til útbreiðslu kristinnar trúar, til
lflcnarstarfs og menningarstarfs vom miklu meiri en auðið var að láta sig
dreyma um.
Og ég eignaðist vini í Kína. „Kemur þú aftur?” sögðu þeir. “Hver tekur
við þegar þú ferð?” sögðu stúdentamir. „Hefur sá, sem kemur á eftir þér,
áhuga á velferð okkar?”
1 Grein þessi birtist upphaflega í Víöförla 1,2/1947, s. 94-104.
141