Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 144
Jóhann Hannesson
Átakanlegast var þó að skilja við mína bláfátæku, holdsveiku vini, sem
ég starfaði fyrir í rúm tvö ár. „Mundu eftir okkur, séra Jóhann, þegar þú
er kominn til höfuðborgarinnar, og ert orðinn þar prófessor og voldugur
maður. Og komdu bráðlega til okkar, ef þú getur.”
En eftir þessi 7 styrjaldarár í Kína, fékk ég að fara heim til hvíldar í
Evrópu. Þetta er regla meðal kristniboða. Og gott var að koma heim og fá
aftur að sjá land og þjóð, vini og samverkamenn.
Fyrir nokkrum vikum fékk ég að sjá land mitt í dásamlegri vetrar-
fegurð úr flugvél yfir öræfunum. Ég sá hafið fyrir sunnan land gegnum
annan gluggann og Húnaflóa og Breiðafjörð gegnum hinn gluggann. í
töfrandi vetrarfegurð fékk ég að sjá þann bláfjallageim og heiðjökla-
hring, sem ég hafði sungið um í æsku, eins og öll íslenzk böm syngja.
Langþráðar óskir vom uppfylltar, og draumar dreymdir í brunahita
Austur-Ásíu sólarinnar vom orðnir að vemleika.
Ég kraup við flugvélargluggann og horfði á landið, eins og bam horfir
út um gluggann, og brosir til móður sinnar, sem er að koma heim.
Blessaða land, á brjóstum þér
þiggjum vér þrótt og líf,
þægindi, skjól og hlíf.
„Komdu aftur!” sögðu fjöllin og öræfin. „Komdu aftur!” sagði
fjalladrottningin, móðir mín og þín. — „Já, komdu aftur!” sögðu söfnuð-
imir, stúdentamir,flóttamennimir, og hinir holdsveiku, fátæku, voluðu
og blindu í Kína.
Og ég verða að fara aftur, ef þess er nokkur kostur. Aftur verð ég að
yfirgefa fjalladýrðina og landið, sem gaf mér þrótt og líf, aftur langt
austur í Asíu, í ofsahita sumarsins og staðvinda vetrarins, fara aftur til að
kalla og knýja, laða og leiða milljónaþjóðina til fylgis við Drottin Jesúm
Krist.
Ég þarf ekki að lesa skáldsögur, ljóð eða ævintýri til að finna baráttuna
milli draumanna, tilfinninganna og óskanna annars vegar og skyldunnar,
köllunarinnar og hugsjónarinnar hins vegar. En eitt er víst, að allt mitt líf
er slík barátta, og henni verður ekki lýst með neinum orðum.
En annað er líka víst: Draumar, óskir og þægindi verða að víkja.
Kölluninni verður að hlýða takmarkalaust, skilyrðislaust, af lífi og sál og
heilum huga. En föðurlandi mínu mun ég ekki gleyma.
Allir íslendingar kannast við bræðuma tvo frá Hlíðarenda í Fljótshlíð,
Gunnar og Kolskegg. Báðir vom gerðir útlægir. Báðir vom lagðir af stað
í útlegðina. Gunnar varð svo gagntekinn af ást á hlíðinni, að hann varð að
snúa aftur og lifa þar þann tíma , sem hann átti eftir ólifaðan.
Kolskeggur, bróðir hans og vinur, hélt áfram, í útlegð í fjarlægu landi.
Hann gat ekki níðzt á neinu, sem honum var til trúað. Hann skildi við
bróður sinn og fór og var úr sögunni.
Kristniboðinn stendur í sporum Kolskeggs, en á þó ást Gunnars á
hlíðinni. Hann verða að fara. Hugsjónin og köllunin gerir hann útlægan
142