Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 160
Jóhann Hannesson
þeir vilja? Þannig gæti komið með frjálsu móti margt efni, sem skóla-
leiðinn er búinn að skemma, landafræði, náttúrufræði, erlend mál,
söngur, saga o.fl. Svo róttækar hugmyndir báru menn að vísu ekki fram
opinberlega, en ræddu sín á milli. Byltingar í fræðslumálum eru dýrar og
óvissa ríkir fyrirfram um árangur þeirra. En sú skylda hvílir á sérhverri
fullorðinni kynslóð að hjálpa æskulýðnum til að tileinka sér hið verð-
mætasta af þeim andlegau verðmætum, sem hún þekkir sjálf. Og á
menntamönnum hvílir sú skylda að forða þjóðfélaginu frá því að verða
sjálfu sér sundurþykkt hús þar sem einn rífur niður það sem annar byggir
upp.
Persónuleg menning verður ekki veitt né meðtekin nema í opnu sam-
félagi, þar sem samræður, spumingar og svör, geta átt sér stað. Ein-
stefnuakstur fjölmiðlunartækjanna og gagnrýnisleysi, eins og t.d. útvarps
og sjónvarps, hefir tilhneigingu til að loka samfélaginu milli kynslóðanna,
og skemmtanaiðnaðurinn dregur í sömu átt. Nauðung skólaskyldunnar og
ósveigjanleiki kerfísins er aðsumu leyti til þess fallinn að ala upp allmikla
ósjálfstæða leikni og kunnáttu hjá hinum vel gefnu, en leiða og þrjózku
hjá öllum þeim fjölda, sem múgmiðlunartækin hafa gert að þrælum
sínum. Illt er að vera þræll, en verra þó að vera þræll hjá tveim hús-
bændum en einum, því þá leitast þrællinn við að leggja fram svo lítið sem
verða má, og hugsar ekki til frelsis. Hann verður hvorki sjálfum sér
nægur né sjálfum sér líkur, heldur rótlaus og ábyrgðarlaus í afstöðu sinni
til eigin þjóðar og mannkynsins.
158