Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 172
Um höfunda
Arnór Hannibalsson (f. 1934) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953.
Hann var við heimspekinám í Moskvu 1954-59, við kennslu 1960-70. Hann lauk
doktorsprófi í heimspeki frá Edinborgarháskóla 1976. Hann réðst til starfa við Háskóla
Islands 1976, fyrst sem lektor, en varð dósent 1980 og prófessor 1989.
Einar Sigurbjörnsson (f. 1944) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964.
Hann var við framhaldsnám í trúfræði og játningafræði í Lundi 1970-74 og lauk þaðan
doktorspróft 1974. Hann var stundakennari við guðfræðideild Háskóla íslands 1975-78
og prófessor frá 1978. Einar er forseti guðfræðideildar.
Gunnlaugur A. Jónsson (f. 1952) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík
1972. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1978, var við blaða-
mennsku 1978-1981. Hann lauk doktorsprófi í gamlatestamentisfræðum ffá Háskólanum
í Lundi 1988 og hefur síðan kennt sem stundakennari við guðfræðideild Háskóla Islands.
Skrifstofustjóri guðfræðideildar frá 1990.
Heimir Steinsson (f. 1937) varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1957. Var
við nám í fornleifafræði í Kaupmannahöfn 1958-59 og í íslenskunt fræðum viö Háskóla
íslands 1959-60. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1966. Var við
framhaldsnám í trúfræði og kirkjusögu í Edinborg 1968-69. Sóknarprestur á Seyðisfirði
1966-68. Kennari við lýðháskóla í Noregi og Danmörku 1969-72. Rektor Lýðháskólans í
Skálholti 1972-81. Þjóðgarðsvörður og sóknarpestur á Þingvöllum frá 1981.
Ingólfur Guðmundsson (f. 1930) varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1951.
Hann lauk kennaraprófi við Kennaraskóla íslands 1955 og embættisprófi við guðfræði-
deild Háskóla íslands 1962. Sóknarprestur á Húsavík 1962-63, á Mosfelli í Grímsnesi
1963-66. Kennari við Kennaraskóla íslands 1968-72, lektor 1972-85. Námsstjóri í
menntamálaráðuneytinu 1985-90. Er nú héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmum.
Jónas Gíslason (f. 1926) varð stúdent/rá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og lauk
embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1950. Framhaldsnám við háskólann og
Safnaðarháskólann í Osló 1950-51 og í Kaupmannahöfn 1968-70 og 1979-80. Aðjúnkt
við guðfræðideild Háskóla íslands 1971, lektor 1974, dósent 1977 og prófessor 1988 til
1990 er hann lét af störfum til að gegna vígslubiskupsembætti í Skálholtsbiskupsdæmi.
Kristján Búason (f. 1932) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952.
Guðfræðmám við háskólann í Erlangen 1955-56. Lauk embættisprófi í guðfræði frá
Háskóla Islands 1958. Framhaldsnám í Nýjatestamentisfræðum og trúarbragðasögu í
Uppsölum 1965-75. Lísentíatspróf í Nýjatestamentisfræðum 1972. Kennari viðUppsala-
háskóla 1970-74. Dósent við guðfræðideild Háskóla íslands frá 1975.
Sigurbjörn Einarsson (f. 1911) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1931.
Nam almenn trúarbragðavísindi, grísku og klassisk fornfræði í Uppsalaháskóla 1933-37.
Lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Islands 1938. Framhaldsnám í Nýjatesta-
mentisfræðum við Uppsalaháskóla vormisserið 1939 og í trúfræði við Cambridge-
háskóla sumarið 1945. Námsför til Sviss, Danmerkur og Svíþjóðar veturinn 1947-48,
dvaldist lengstum í Basel. Settur sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli 1938 og veitt
prestakallið ári síðar, veitt Hallgrímsprestakall í Reykjavík 1941. Dósent við guðfræði-
deild Háskóla íslands 1944 og prófessor 1949. Biskup íslands 1959-81.
Þórir Kr. Þórðarson (f. 1924) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944.
Hóf nám í grísku og arabísku við Háskóla íslands 1944-45 og í semítískum málum við
háskólann í Uppsölum 1945-46 og í þeim fræðum og guðfræði við háskólann í Arósum
1946-49 og við Háskóla íslands 1949-51. Embættispróf í guðfræði frá Háskóla íslands
i