Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 9
SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA 40 ÁRA
eftir HJALTA PÁLSSON frá Hofi
Nú, þegar Sögufélag Skagfirðinga á 40 ára afmæli, er
við hæfi að líta yfir farinn veg og hyggja ögn að fortíð og framtíð.
Fræðaiðkun og bókhnýsi meðal Skagfirðinga á rætur að rekja
afmr í aldir. Svo undarlega bregður þó við, að þáttur Skagfirð-
inga í Islendingasögunum er mestur fyrir borði. I nágrannahéruð-
um voru fræðin stunduð kappsamlega og bera því vitni hinar
mörgu sögur, sem gerast í Húnaþingi, Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.
Ymsir hafa velt þessari gátu fyrir sér. Ætla má, að hér hafi sögu-
efni ekki skort, fremur en annars staðar, t. d. frásagnir af Hjalta-
sonum, Goðdælum og ættmennum Höfða-Þórðar, sem voru taldir
með mestu höfðingjum á sinni tíð. Vitað er, að klaustrin voru
miðstöðvar menningar og bókiðju. Klausmr var á Reynistað, en
það var nunnuklaustur, og munu nunnurnar fremur hafa lagt
stund á aðra iðju en ritstörf. Sú tilgáta hefur komið fram, að Is-
lendingasagnaritun hafi ekki getað þrifizt hér vegna ofnándar við
biskupsstólinn; kirkjufeðurnir hafi talið það hégóma að segja lygi-
sögur af heiðingjum og skriftlærðir á Hólum því fremur lagt smnd
á biskupasögur og frásagnir helgra manna og jarteina, sem eru
fleiri þaðan en af Skálholtsbiskupum.
Á 13. öld er Skagafjörður vettvangur mikilla atburða og ófrið-
ar. Héraðið er í sviðsljósinu, eins og nú er sagt. Svo varð raunar
lengi fram eftir öldum, meðan Hólar voru annar höfuðstaður
7