Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 10
SKAGFIRÐINGABÓK
landsins. En frásagnir Sturlungu eru skráðar í öðrum sveitum. Að
sjálfsögðu var þó jafnan iðkuð bókarmennt á Hólum í sambandi
við dómskólann og prentsmiðjuna, eftir að hún kom, þótt lítt gætti
fyrr en síðar þeirrar greinar, er við köllum sagnritun.
A 17. og 18. öld er hér gróskumikil annálaritun, og ber þar hæst
Björn Jónsson lögréttumann á Skarðsá 1574—1655. Er Skarðsár-
annáll höfuðsmíði í sinni röð og ómetanleg heimild um samtíð
höfundar. Nær annállinn yfir tímabilið 1400—1640, en síðan
tekur Halldór Þorbergsson við og ritar Seyluannál, 1641—1658.
Munu þeir báðir hafa unnið þessi ritverk fyrir hvatningu eða undir
handarjaðri Hólabiskups. Gunnlaugur Þorsteinsson prestur í Vall-
holti ritaði svonefndan Vallholtsannál 1626—1666, og þeir feðg-
ar, Ari prófastur Guðmundsson og séra Magnús, sonur hans,
skráðu Mælifellsannál, 1678—1738. Sjávarborgarannáll nær til
1729, saman tekinn af Þorláki Markússyni. Loks má geta þess, að
sr. Magnús Pétursson, höfundur Höskuldsstaðaannáls, og séra Eyj-
ólfur Jónsson, höfundur Vallaannáls, voru báðir Skagfirðingar.
A 19. öldinni er í héraði fjöldi merkra fræðimanna, og ber
þar hæst Jón Espólín sýslumann og Gísla Konráðsson. En margir
fleiri sinntu þjóðlegum fróðleik, og má þar t. d. nefna Einar
Bjarnason og séra Jón Konráðsson á Mælifelli, Tómas Tómasson
á Nautabúi og síðar Hvalnesi, Níels skálda, Bólu-Hjálmar, Gunn-
laug Jónsson á Skuggabjörgum, að ógleymdum Pétri Guðmunds-
syni frá Hellulandi, presti í Grímsey, er samdi hinn mikla og
merka Annál 19. aldar.
Þegar dregur nær aldamótum leggst annálaritun af, en upp úr
1930 fer áhugi að glæðast á ný fyrir þjóðlegri menningararfleifð.
Skagfirzkir fræðimenn höfðu jafnan baukað hver í sínu horni á
öllum tímum, en nú varð ýmsum áhugamönnum ljós nauðsyn
þess að skipuleggja betur fræðistörf í héraði og safna til skag-
firzkrar sögu.
Á sýslufundi í marz 1934 var lagt fram erindi frá sýslunefndar-
manni Staðarhrepps, Jóni Sigurðssyni á Reynistað, um söfnun
þjóðlegra fræða varðandi Skagafjarðarsýslu. Sýslunefndin brást vel
við þessu máli og ályktaði, að taka að sér forgöngu um söfnun
8