Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 11
SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA FJÖRUTÍU ÁRA
og skráningu fróðleiks til sögu Skagfirðinga á síðustu öld. Var
leitað til manna í héraði um söfnun efnis og gagna, og mun
einkum Guðmundur Davíðsson á Hraunum hafa fært saman og
skráð ýmislegt til þessa verks.
Það má telja upphaf Sögufélags Skagfirðinga, að hinn 6. febrú-
ar 1937 boðuðu Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Jón Sigurðs-
son alþingismaður á Reynistað til fundar áhugamanna um héraðs-
sögu Skagfirðinga. Þar var rædd nauðsyn á stofnun félagsskapar
og kosin 11 manna undirbúningsnefnd; skyldi hún síðan halda
stofnfund um sýslufundinn.
A sýslufundinum 16. apríl 1937 lagði Guðmundur á Hraunum
fram skýrslu um störf sín næstliðin ár í þágu sögu Skagfirðinga,
og þann sama dag var haldinn stofnfundur Sögufélags Skagfirð-
inga. Stofnfélagar töldust 43, en fyrstu stjórn skipuðu Sigurður
Sigurðsson sýslumaður, formaður, Jón Sigurðsson, Reynistað, Gísli
Magnússon, Eyhildarholti, séra Tryggvi Kvaran, Mælifelli, Stefán
Vagnsson, Hjaltastöðum, Guðmundur Davíðsson, Hraunum, og
Margeir Jónsson, Ogmundarstöðum. Séra Helgi Konráðsson á
Sauðárkróki hlaut kosningu í varastjórn, en árið eftir kom hann
í aðalstjórnina og gegndi gjaldkerastörfum félagsins eftir það til
dauðadags, 1959.
I lögum félagsins kveður meðal annars svo á í 2. grein að
tilgangur þess sé, „eftir því sem efni leyfa að gefa út rit er heiti
Safn til sögu Skagfirðinga“. — Síðar var heitinu breytt í Skagfirzk
fræði. I 3. grein segir: „Félagið greinist í tvær deildir: a) Skaga-
fjarðardeild, í henni séu Skagfirðingar búsettir í Skagafirði og
annars staðar á Norðurlandi. b) Reykjavíkurdeild, í henni séu
Skagfirðingar búsettir í Reykjavík og annars staðar að undan-
teknu Norðurlandi.“
Stofnendur Sögufélagsins voru bjartsýnir og stórhuga, höfðu
uppi margar góðar áætlanir, og unnið var af ötulleik og áhuga.
Þegar var tekið til að skipuleggja starfsemina, fengnir umboðs-
menn út um hreppana, og að ári liðnu voru skráðir félagar í
Skagafirði alls 159. Deildir voru stofnaðar í Reykjavík og á Akur-
eyri, sem urðu félaginu að drjúgu liði.
9