Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 12
SKAGFIRÐINGABÓK
Eitt meginverkefni félagsins var að gefa út rit um sögu héraðs-
ins og skyldi byrjað á byrjuninni, tekið fyrir tímabilið frá land-
námi til siðaskipta. Samið var við nokkra menn, utan héraðs og
innan, að taka að sér samningu þessara rita, og árið 1939 birtist
hið fyrsta þeirra, Asbirningar, eftir Magnús Jónsson. Þar greinir
frá upphafi og valdaskeiði Asbirninga frá því um 1200—1246.
Næsta ár kom út Landnám í Skagafirði, eftir Olaf Lárusson.
Greinir þar frá sögu landnámsins og getið er afkomenda land-
námsmanna, eftir því sem auðið er. Þriðja bókin, Frá miðöldum
í Skagafirði, kom út 1941. Þar rekur Margeir Jónsson slitróttar
söguslóðir 14. aldar og fram á hina 15. Margeir vann einnig að
sögu 15. aldar, en auðnaðist ekki að ljúka því verki. Hann lézt
fyrir aldur fram 1943, aðeins 53 ára. Arið 1943 kom út bókin
Heim að Hólum eftir Brynleif Tobíasson, er fjallar um tímabilið
frá kristni fram um 1200. Segir þar mest frá Hólabiskupum,
síðast Brandi Sæmundssyni, er dó 1201. Þegar svo Magnús Jóns-
son sendi frá sér Ríki Skagfirðinga, 1948, tímabilið frá Haugs-
nessfundi, 1246, til dauða Gissurar jarls 1268, mátti segja, að
komin væri nokkuð samfelld saga héraðsins fyrstu fimm til sex
aldirnar. Næstu árin var ráðizt í útgáfu ýmissa þátta frá síðari
tímum.
Að fleiru var þó starfað en útgáfu. Árið 1938 var samþykkt á
aðalfundi félagsins að hefja samningu Árbókar fyrir Skagafjörð.
Þar skyldu skráðir helztu viðburðir, er vörðuðu héraðið sérstak-
lega, tíðarfar, skepnuhöld, heyskap, verzlun og fleira er máli skipti
fyrir afkomu Skagfirðinga. Viðburðina skyldi skrá í annálsformi.
Stefán Vagnsson samdi þessa annála 1938—1944, með tilstyrk
manna víðs vegar um sýsluna, en seinna jók Kolbeinn á Skriðu-
landi við og hélt fram árin 1945—1954, og þar með féll niður
þráðurinn.
Sögufélagsmenn voru ógleymnir á ættfræðina. Pétur Zóphonías-
son hafði unnið mikið að endurbótum og leiðréttingum á riti sínu,
Ættum Skagfirðinga, sem út kom 1914 og var brautryðjanda-
verk í þessari grein. Um 1940 var farið að hugsa til endurútgáfu
þessa verks mikið auknu og endurbættu. Var það vel á veg kom-
10