Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 13
SÖGUFÉLAG skagfirðinga fjörutíu ára
íð, er Pétur lézt snemma árs 1946, og féll starfið þá niður að því
sinni, en Sögufélagið og sýslunefndin keyptu ættfræðihandrit Pét-
urs fyrir 8000 kr.
Á stríðsárunum sköpuðust þær aðstæður, að ákveðið var að
flytja talsverðan hluta af skjalagögnum úr Þjóðskjalasafni út úr
horginni, vegna hættu á loftárásum. Var þá Sögufélaginu heimil-
að að fá léðar norður kirkjubækur úr Skagafirði til afritunar.
Komu fyrstu bækurnar norður í byrjun árs 1941, og urðu ýmsir
til að afrita þær á næstu árum. Voru það einkum Skagfirðingar
búsettir í Reykjavík, sem greiddu kostnað af þessu verki. Jafn-
framt þessu var gerð gangskör að söfnun ýmissa opinberra gagna
og handrita í héraðinu, einnig leitað eftir gömlum myndum af
fólki og atburðum. Varð þetta fyrsti vísir að Héraðsskjalasafni
Skagfirðinga, sem stofnað var 1947. Og árið 1952 afhenti Sögu-
félagið formlega öll handrit sín til varðveizlu í Héraðsskjalasafn-
inu. Margt fleira var í deiglunni þessi ár, þótt ekki yrði allt að
framkvæmdum.
Á 5. ártugnum hófst undirbúningur að hinu mikla riti Jarða-
og búendatali í Skagafirði 1781—1958, sem út kom í fjórum
heftum á árunum 1950—1959. Upphaflega var það hugsað sem
fyrsti hluti firnamikils verks um persónusögu Skagfirðinga. Var
hugmyndin sú, að gera síðar, í formi æviskrárþátta, grein fyrir
öllum þeim búendum, sem þar eru nefndir. I ljósi þeirrar reynslu,
sem fengizt hefur, má ljóst vera, að svo víðtæk hugmynd er nán-
ast óframkvæmanleg. Til þess skortir mjög heimildir um fjölda
búenda frá 18. öld og fyrri hluta 19. aldar. Á árunum 1964—
1972 komu út fjögur bindi af Skagfirzkum æviskrám, íbúa frá
árabilinu 1890—1910. Eru það samtals um 1000 þættir, og þó
eru ekki öll kurl komin til grafar. Til eru í fórum félagsins ævi-
þættir frá 1850—1890 í eitt til tvö bindi, langflestir eftir Sigurð
Olafsson frá Kárastöðum og Jón Sigurðsson á Reynistað. Verður
naumast gerlegt að hverfa lengra aftur en til um 1850, en stefna
ber að því að skrásetja til útgáfu síðar þætti af fólki frá tímabil-
inu eftir 1910. Einnig gaf Sögufélagið út ævisögu Jóns Osmanns
ferjumanns árið 1974, ásamt sýslunefnd Skagafjarðarsýslu.
11