Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 15
SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA FJÖRUTÍU ÁRA
en allmikið og vandasamt verk er að yfirfara þá og búa undir
prentun. Loks skal þess getið, að á vegum félagsins er hafinn
undirbúningur að útgáfu á jarðamati úr Skagafirði frá 1849, þar
sem gefin er nokkur lýsing á jörðunum, gæðum þeirra og göllum,
og hversu mikinn bústofn þær beri. Er það forvitnilegt til saman-
burðar við jarðamatið frá 1709 og svo aftur nútímann. Fleira er
á döfinni, sem ekki er ástæða til að kveða upp úr með, fyrr en
séð verður, hvort kemur til framkvæmda.
Þegar litið er yfir 40 ára feril Sögufélagsins, er Ijóst, að það
hefur á þessum tíma komið furðu miklu verki til leiðar, sérstak-
lega var mikil gróska fyrstu tvo áratugina. Geta vart önnur sam-
bærileg félög státað af álitlegri útgáfu, enda hefur þetta framlag
vakið verðskuldaða athygli. Ætíð hefur starfsemin byggzt upp á
vinnu ósíngjarnra áhugamanna, sem lítið eða ekkert fengu að
verkalaunum annað en ánægjuna af starfi sínu. En þeim mönnum
virðist hafa fækkað allmjög hin síðari ár, sem þannig telja sig
geta lagt út ómældan tíma og fyrirhöfn í sjálfboðastarfi. Er það
raunar skiljanlegt, þegar málið er skoðað í ljósi breyttra aðstæðna
nútímans. Sem betur fer finnast þó enn menn, sem ekki telja eftir
sér nokkra fyrirhöfn í þágu félagsskapar, sem þeir telja þarfan
eða menningarlegan.
Sögufélagið hefur jafnan selt bækur sínar við eins lágu verði
og kostur er og undir almennu bókaverði á hverjum tíma. Það
hefur því ekki safnað í sjóði og er algerlega ófært um að greiða
mönnum laun svo nokkru nemi fyrir ritsmíðar eða útgáfuvinnu.
Er því erfitt um vik að ráðast í stórverkefni. Hlýmr sú spurning
að vakna, hvort þetta útgáfufyrirkomulag fær staðizt til frambúð-
ar, eða stokka verði upp spilin að einhverju leyti. Sögufélagið
mun þó alltaf verða félag áhugamanna, en það þyrfti gjarnan að
hafa fastráðinn fræðimann á launum, þótt ekki væri nema í hálfu
starfi. Er hér átt við mann, sem gæti unnið að útgáfu fyrir félagið,
sinnt æviskrárritun, samið ritgerðir og leiðbeint og aðstoðað áhuga-
menn, sem störfuðu í þágu félagsins. A Héraðsskjalasafninu er
13