Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 19
VESTURFARIR BÆNDA ÚR SKAGAFIRÐI
hætti. Má þá ef til vill ráða í, hvort Ameríkuferðirnar hafa aukið
los á ábúð jarða, eða hvort þær hafa frekar komið í staðinn fyrir
hluta af hinum tíðu búferlaflutningum innanlands.
Athugunin tekur að nokkru leyti til sýslunnar allrar, en mest
er hún bundin við fjóra hreppa, eins konar úrtak, nefnilega Sauð-
árhrepp, Staðarhrepp, Akrahrepp og Hólahrepp. Þaðan kom nær
helmingur bændartna, sem vestur fóru úr sýslunni.
Farið var yfir búendatal úrtakshreppanna árin 1847—1905, at-
hugaður fjöldi bænda á hverjum tíma og skráð, hve margir hættu
ábúð á jörð sinni, eftir hve langa samfellda búsetu og með hvaða
hætti (hvort þeir dóu, brugðu búi, fóru búferlum á aðra jörð eða
fluttust til Ameríku). Ekki var leitað annarra upplýsinga en
þeirra, sem búendatalið veitir, og hefur ef til vill ekki tekizt að
draga fullkomlega skýr mörk milli þeirra, sem brugðu búi, og
hinna, sem fluttust búferlum, en vafatilvik eru ekki mörg. Ame-
ríkufarar eru þeir einir taldir, sem vesmr fóm í síðasta lagi sum-
arið eftir að þeir brugðu búi. Bændur, sem nytjuðu fleiri jarðir
(eða jarðarparta) en eina, eru aðeins taldir þar, sem þeir átm
heima. Með bændum eru taldar konur, sem skráðar eru fyrir búi.
Þegar annað hjóna tekur við búsforráðum af hinu, eru það því
aðeins talin ábúendaskipti, að fyrri ábúandinn sé látinn og ekkja
eða ekkill taki við.
Búendur eru lauslega flokkaðir í „smábændur“, „miðlungsbænd-
ur“ og „stórbændur“ eftir því, hve mörg jarðarhundruð (eftir
matinu 1862) þeir hafa undir. Er þá miðað við, að tví- eða marg-
býlisjörð skiptist jafnt milli sambýlismanna, sem að sjálfsögðu er
ekki ævinlega nákvæmt. Mörk flokkanna eru sett við 10 og 18
jarðarhundruð, og verða þeir þannig allir álíka stórir.
Búendatöl annarra hreppa sýslunnar voru athuguð frá 1873 og
sams konar upplýsingar skráðar, en aðeins um vesmrfara. Þeir
töldust 166 í sýslunni allri (74 úr úrtakshreppunum) og skiptast
eftir jarðastærð og tímabilum eins og tafla 1 sýnir.
2
17