Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 21
VESTURFARIR BÆNDA UR SKAGAFIRBI
jafnaði skemmri samfellda ábúð að baki en hinir. Því er líkast,
að útflutningsstraumurinn hafi aðeins þegar hann var þyngstur
náð að rífa upp hina grónari bændur, en nýbýlingarnir verið létt-
ari fyrir.
Skal nú vikið að úrtakshreppunum fjórum, og fyrst litið á
meðalfjölda ábúenda (tafla 2) sem vísbendingu um viðgang byggð-
arinnar.
TAFLA 2
Búendafjöldi í 4 hreppum Skagafjarðarsýslu
Sauðár- og
Staðarhreppar Hólahreppur Akrahreppur
1847-1858 .......... 68 26 84
1858-1872 .......... 71 30 78
1872-1883 .......... 63 32 72
1883-1894 .......... 58 25 68
1894-1905 .......... 61 24 66
Fyrsta tímabilið er góðæri, hið næsta miklu harðara. Þó
er fjöldi bænda óbreyttur. A þriðja tímabilinu standa Ameríku-
ferðir sem hæst, en þeirra, sem fara seint á tímabilinu, gætir ekki
nema að hluta til lækkunar meðalfjöldans. Hann lækkar nú um
12, í stað 31, sem verið hefði, ef engir hefðu tekið við jörðum
útflytjendanna. Enn fækkar búendum fjórða tímabilið, og nú um
16 eða 10%, enda harðindakafli mikill. Þessi fækkun svarar til
þess, að í stað hverra 5 bænda, sem vestur fóru, hafi 4 nýbýlingar
reist bú, en eitt býli lagzt af. Síðasta tímabilið er fjöldi bænda
aftur óbreyttur.
19