Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 22
SKAGFIRBINGABÓK
TAFLA 3
Tíðni mismunandi ábúðarlykta (á 1000 ábúðarár)
í 4 hreppum Skagafjarðarsýslu
1848— 1858 1859— 1872 1873— 1883 1884— 1894 1895— 1905
Til Ameríku .... 0 0 20 13 10
Fara búferlum . . 108 105 81 77 64
Hætta búskap .... 74 99 81 71 80
Samtals 182 204 182 161 154
Meðalábúð, ár ... 5,5 4,9 5,5 6,2 6,5
Þótt heildarfjöldi bænda breytist ekki stórvægilega, er ábúðin
óstöðug; einn kemur, þá annar fer. A töflu 3 er sýnt, hve algengt
það var þessi 5 tímabil, að bændur í úrtakshreppunum flyttust
til Ameríku, hættu búskap (dæju eða brygðu búi) eða færu bú-
ferlum af jörð sinni (langoftast á aðra jörð í sömu sveit), allt
reiknað á hver 1000 ár, sem bændur í hreppunum fjórum sátu
samanlagt að búi á hverju tímabili.
Teljast verður býsna mikið los á ábúðinni; bændur sitja að
jafnaði aðeins 5-6 ár á sömu jörð, flestir þó skemur, því að fá-
einir mjög þaulsætnir bændur hleypa meðaltalinu fram. Orust
eru ábúendaskiptin 1859-72, enda er þá örðugleikatími og þröngt
setinn bekkurinn. Síðan verður ábúðin smátt og smátt stöðugri.
Það má hugsanlega þakka auknu réttaröryggi leiguliða, vaxandi
sjálfsábúð (sem lítið mun hafa kveðið að í Skagafirði lengst af
19- öld) og aukinni fjárfestingu ábúenda í húsa- og jarðabótum.
Einnig hafa úrræði, sem fólki buðust nú við sjávarsíðuna og í
Ameríku, leitt til þess, að færri en áður þurftu að hefja búskap
20