Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 23
VESTURFARIR BÆNDA ÚR SKAGAFIRÐI
af vanefnum og hrökklast síðan kot af koti eða jafnvel flosna
upp. Þannig kunna Ameríkuferðirnar að hafa dregið úr tíðni ábú-
endaskipta; að minnsta kosti fer því fjarri, að þær komi sem við-
bót við ábúðarröskun af öðrum sökum.
Aður er þess getið, að útflytjendur úr hópi bænda höfðu því
skemmri órofna ábúð að baki, sem lengra leið á vesturfaraskeiðið,
og er síður en svo, að það stafi af vaxandi óstöðugleika ábúðar-
innar almennt.
Raunar var ábúðarlengd vesturfaranna fundin á annan hátt en
tölurnar um meðalábúð hér að framan. Þær eiga aðeins við úrtaks-
hreppana og eru reiknaðar sem fjöldi ábúðarára á tímabilinu
deilt með fjölda ábúendaskipta af tilgreindum orsökum, en fyrri
tölurnar eiga við sýsluna alla og eru meðaltal af ábúðarlengd
þeirra, sem vestur fara á hverju árabili, þótt sá búskapur hafi
raunverulega að meira eða minna leyti átt sér stað á tímabilinu
næsta á undan og jafnvel enn fyrr. Þannig verður tímaviðmið-
unin ógleggri, en á hinn bóginn hægara að bera saman aðgreinda
hópa bænda, og skal þess nú neytt til að bera saman ábúðartíma
þeirra bænda í úrtakshreppunum, sem fóru vestur, fluttust bú-
ferlum og hættu búskap (tafla 4).
TAFLA 4
Fjórir hreppar Skagafjarðarsýslu: meðallengd ábúðar (ár),
er henni lauk með mismunandi hcetti
1848- 1858 1859- 1872 1873- 1883 1884- 1894 1895- 1905
Til Ameríku 6,6 5,6 3,1
Fara búferlum . . . 4,3 3,7 4,2 4,5 4,4
Hætta búskap . . . . 6,5 7,5 6,2 8,0 7,6
Mælikvarðinn er hér sýnilega allt annar en hinn fyrri. Áður
kom til dæmis fram, að búferlaflutningum fækkaði allört eftir
21
L