Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 24
SKAGFIRBINGABÓK
1873. Nú sést hins vegar, að þeir, sem á annað borð fóru búferl-
um, gerðu það allan tímann eftir álíka langan meðalbúskap á
fyrri jörðinni. Þótt margir hætti búskap 1859-72, sést hér, að
þeir hafa að jafnaði alllangan búskapartíma að baki, og má það
vel fara saman. Hér er sem sagt ekki mælikvarði á tíðni ábúenda-
skipta, heldur samanburður á hópum bænda, sem hurfu af jörð-
um sínum með ólíkum hætti á aðgreindum tímabilum.
Allan athugunartímann eiga þeir lengri búsetu að baki, sem
hætta búskap, en hinir, sem flytja bú sitt milli jarða. Þýðir það
annaðhvort, að búferlaflutningar hafi verið hvað tíðastir meðal
yngri bænda eða að sumir bændur hafi flutzt jörð af jörð, meðan
aðrir sátu allan sinn búskap á sama stað; mun nokkuð til í hvoru
tveggja. Vesturfararnir eiga í fyrsm alllanga búsetu að baki, en
síðan jafnvel skemmri en þeir, sem flytjast milli jarða. Koma þá
til greina sömu skýringarnar: Vesturfararnir hafa valizt úr hópi
ungra bænda eða úr röðum þeirra, sem oftast skiptu um bústað.
Hér verður ekki sannað, hve þung síðari skýringin er á metunum,
en hún felur það í sér, að tilteknir bændur séu sérstaklega miklir
búferlamenn, en síðan ráði atvikin því um hvern og einn, hvort
hann flyzt til Ameríku eða á lausa jörð í nágrenninu.
I fljótu bragði virðist tafla 3 gefa tilefni til að álykta sem svo:
„Þeir, sem flytjast búferlum, eru álíka margir og hinir, sem hætta
búskap. Hver bóndi flyzt þá að jafnaði einu sinni milli jarða, og
allur búskapur hans er upp og ofan tvöföld hin útreiknaða meðal-
ábúð, með öðrum orðum rúm 10 ár.“ (Nákvæmlega reiknað yrði
niðurstaðan fyrir hin fimm tímabil 9,3. 9,7, 12,3, 13,8 og 15,6 ár.)
Hér er sá ljóður á, að allmargir hafa brugðið búi, en síðan tekizt
að stofna til búskapar að nýju, einhverjir jafnvel oftar en einu
sinni; fyrir vikið verða hinar útreiknuðu tölur of lágar. Varla
mun þetta þó muna stórmiklu, og má ætla, að skagfirzkir bændur
hafi á þessu skeiði verið við bú 10—20 ár að jafnaði á ævinni, og
hafi sá tími verið að smálengjast. Vesturfararnir fram til 1883
áttu að baki 6,6 ára samfellda ábúð, og sumir þar að auki búskap
á öðrum jörðum, eða til jafnaðar, að ætla má, talsvert meira en
hálfa meðalbúskaparævi. Um og eftir aldamót er ótrúlegt, að
22