Skagfirðingabók - 01.01.1977, Blaðsíða 33
AF STEFÁNI SVEINSSYNI
undinum sjálfum, Stefáni nokkrum Sveinssyni, fyrir 17 árum.“ Þá
varð Stefán undrandi, og mér er næst að halda, að hann hafi
gleymt giktinni um stund.
Ég átti heima steinsnar frá búð Stefáns. Svo kom að því, að ég
hugðist flytja í annað húsnæði og auglýsti íbúðina til sölu. Varð
það úr, að Stefán keypti. Þetta var tæpu ári áður en hann dó.
Hann var þá orðinn fársjúkur, þungt haldinn af krabbameini í
maga og vissi gjörla að hverju vatt. Vildi hann tryggja fjölskyldu
sinni góðan samastað og koma lausafé sínu í fasteign. Svo var
Stefán þungt haldinn, þegar kaupin voru gerð, að kaupsamning-
inn varð að gera á sjúkrahúsinu, og mátti hann naumast lyfta
höfði frá kodda. „En ég er ekki dauður enn,“ sagði hann, „og
ætla að reyna að klóra nafnið mitt undir samninginn."
A þessu síðasta ári Stefáns kynntist ég honum betur en á öllum
öðrum tíma samanlagt. Heiðarleiki hans í viðskiptum var óvenju-
legur og einstakur, og ekki var annað hægt en dást að einlægri
umhyggju hans fyrir börnum sínum og konu. Stilling hans og
þrek þetta síðasta æviár verður mér ætíð minnisstætt. Hann gekk
óttalaus til móts við dauðann og talaði um hann eins og sjálf-
sagðan hlut.
Um skeið hresstist Stefán svo vel eftir þetta, að hann gat farið
heim til sín og haft svolitla fótavist. Kom ég þá stundum til hans.
Einhvern tíma lét hann þau orð falla, að nú væri hann alveg í
þann veginn að drepast, það væru varla margir mánuðir eftir.
„Það er þá eins gott, að ég fari að búa mig undir eftirmælin,“
svaraði ég. „Ég ætla að biðja þig um að fara nú ekki að Ijúga
neinu upp á mig, nógu er ég syndugur samt.“ Eitthvað ræddum
við þetta meira, en niðurstaðan varð sú, að bezt væri, að við legð-
um drög að eftirmælunum í sameiningu, og gæti þá Stefán sjálfur
sannfærzt um, að ekki væri farið óvönduglega með sannleikann.
Ekki átm þetta að vera nein venjuleg eftirmæli í hátíðlegum og
sorgmæddum stíl, heldur „létt og kát“, eins og Stefán sagði. Og
eitthvað mátti ég láta fljóta af stökunum hans með. Og við vor-
um sammála um, að ég hrapaði ekki að birtingu, heldur léti líða
31