Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 35
AF STEFÁNI SVEINSSYNI
tvinnun hafi ráðið mestu um það, að hann var í ríkum mæli hvort
tveggja: barn gleðinnar og herra hennar í svo traustum tengslum,
að ég veit engin dæmi þess, að þar hafi skeikað.“
Æviferill Stefáns hafði ekki ávallt verið dans á rósum, þegar
að var farið að gæta. Foreldrar hans voru bláfátæk bændahjón,
Sveinn Sölvason og Þórunn Elísabet Stefánsdóttir, sem urðu að
sætta sig við að sitja rýrðarkot. Bæði voru þau hjón af kunnum
og fjölmennum ættum þar nyrðra. Sveinn var sonur Sölva Guð-
mundssonar á Skarði í Gönguskörðum, er lengi var hreppstjóri í
Skarðshreppi og þótti mektarmaður. En Guðmundur, faðir Sölva,
var Björnsson, og var hann einnig lengi hreppstjóri í Skarðshreppi.
Meðal systkina Guðmundar þessa voru Björn bóndi og meðhjálp-
ari á Illugastöðum í Laxárdal, en hann var faðir Sigurlaugar, konu
Gunnars hreppstjóra á Skíðastöðum, Gunnarssonar (oftast talinn
ættfaðir Skíðastaðaættar) og Halldór bóndi á Sævarlandi, en hann
var afi Friðbjarnar í Hvammkoti, Halldórs á Geirmundarstöðum
og Jóns á Ogmundarstöðum. Móðurfaðir Stefáns var Stefán Ein-
arsson, er lengi bjó í Vatnshlíð á Stóra-Vatnsskarði. Kona hans hét
Lilja, og var hún af Wormsætt.
Stefán fæddist 16. janúar 1893 í Brekkukoti í Lýtingsstaða-
hreppi. Hann hefði því orðið hálfníræður um það bil, sem þessi
ritsmíð birtist, ef aldur hefði enzt. Vorið eftir að Stefán fæddist
fluttist fjölskyldan að Alftagerði. Þar andaðist Sveinn bóndi árið
1903. Stebbi litli var þá aðeins tíu ára. Sjö börn höfðu þau hjón
þá eignazt, þó að ekki yrði langur ómagahálsinn á þeim öllum.
Höfðu þau eignazt tvo Stefána áður, sem báðir dóu í bernsku.
Þegar húsbóndans naut ekki lengur við, fór sem oftar, að leysa
varð heimilið upp. Fór Stefán til frændfólks síns í Vatnshlíð á
Vatnsskarði, en þar bjó þá kunnur búhöldur, Guðmundur Sigurðs-
son, og kona hans, Þuríður Stefánsdóttir, móðursystir Stefáns. Þau
Vatnsskarðshjón voru engir veifiskatar. Þau hlífðu sér ekki og ætl-
uðust til mikils af öðrum. Og í Vatnshlíð var engin sólvermd dala-
sæla. Því kynntumst við vegavinnumenn. Það er a. m. k. víst, að
oft var Stebba litla kalt á klónum við að sitja fé að vetrarlagi uppi
á Stóra-Vatnsskarði. Stefán vildi fara fljótt yfir þá sögu. Vatns-
33