Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 36
SKAGFIRBINGABÓK
hlíðarárin voru ekki sá kafli ævinnar, sem hann hafði mikla löng-
un til að minnast. Kom þar og til, að á þeim árum gerðist sorg-
legur atburður, sem mikil áhrif hafði á hinn óharðnaða og ein-
stæða ungling. Stefán hafði fengið að fara til Hóla og vera við
biskupsvígslu þar (Geirs Sæmundssonar vígslubiskups). Var önn-
ur systir Stefáns með í för, þá 17 ára. Þegar komið var frá vígsl-
unni, voru Héraðsvötn í miklu flóði, og flæddu yfir trébrú þá, sem
á Grundarstokk var. Hestur stúlkunnar fór út af brúnni, og voru
margir hætt komnir við björgunartilraunir, m. a. Stefán. Hann
fór í Vötnin, en tókst einhvern veginn að krafsa sig upp á sand-
eyri nokkru neðar. Ekki tókst að ná til sysmr hans, og drukknaði
hún þar.
Þá átti Stefán einungis tvö systkini á lífi: Lilju Kristínu, er
giftist Sveini Lárussyni Stefánssonar frá Skarði, en þau hjón voru
systkinabörn og bjuggu lengi á Steini og Ingveldarstöðum á
Reykjaströnd, og Sölva, er bjó um langan aldur í Valagerði á
Vatnsskarði. Sölvi andaðist fyrir fáeinum árum, háaldraður.
Stefán var í Vatnshlíð til tvítugsaldurs. Ekki taldi þó Stefán,
að hann hefði náð fullum þroska, þegar hann yfirgaf Vatnshlíð.
Hann var að eigin sögn smávaxinn og pasturslítill. Næst fór
Stefán að Valadal, næsta bæ. Þar bjó þá Friðrik nokkur Stefánsson
og kona hans, Guðríður Stefánsdóttir. Ekki var hann þar þó nema
árið. En mikið lof bar Stefán á þau hjón, einkum húsfreyju, sem
með hans orðum var „óskapleg afbragðskona“. Næst réðst Stefán
að Fjósum í Svartárdal. Þar bjuggu þá ung hjón, Gunnar Jónsson og
Ingibjörg Lárusdóttir Stefánssonar frá Skarði, frændkona Stefáns.
Þegar þau fluttu frá Fjósum að Botnastöðum, árið 1915, fluttist
Stefán með þeim og var hjá þeim í vist til ársins 1922. En þá var
enn á ný haldið að Vatnshlíð. Þá var sonur Guðmundar og Þuríð-
ar tekinn við búi, Pétur, sá er síðar varð vinnufélagi okkar í vega-
gerðinni. Tvö ár var Stefán vinnumaður hjá frænda sínum. Ein-
hver kynni mun Stefán hafa fengið af „Amor“ karli á þeim árum,
því að son eignaðist hann með stúlkunni Guðrúnu Friðriksdótmr,
ættaðri úr Eyjafirði. Var sá piltur skírður Friðrik. Komst hann til
fullorðinsára og settist að á Siglufirði.
34