Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 37
AF STEFÁNI SVEINSSYNI
Er Stefán hafði verið tvö ár í Vatnshlíð, andaðist Gunnar bóndi
á Botnastöðum frá miklum skuldum og þremur börnum í ómegð.
Var þá ekkjan, frænka Stefáns, illa stödd, eins og nærri má geta.
Þá reyndist Stefán betur en ekki, því að hann tók Botnastaði á
leigu, tók við búinu með þeim skuldum, sem á hvíldu og forðaði
heimilinu frá upplausn. Má vera, að hann hafi þá minnzt þess er
varð, þegar faðir hans dó og hann sjálfur og systkini hans urðu að
hrökklast burtu. Er skemmst af því að segja, að Stefán skildi ekki
við frændfólk sitt á Botnastöðum fyrr en yngsta barnið var fermt.
Stóð hann fyrir búi þar í áratug. Ekki mun hann hafa reitt mikinn
auð úr þeim garði, því að aleiga hans var 70 kindur, en frá dróg-
ust talsverðar skuldir. En þá er og þess að geta, að ég hygg, að
Stefán hafi aldrei lagt neitt sérstakt kapp á auðsöfnun. Eftir þetta
var Stefán eitt ár vinnumaður á Fjósum, en árið 1935 réðist hann
til séra Gunnars Arnasonar á Æsustöðum og konu hans Sigríðar
Stefánsdóttur. Atti hann þar heimili til ársins 1946, er hann
fluttist suður. Sumurin 1940—1946 var Stefán í vegavinnu, eins
og að framan greinir, en hann gætti búpenings prests á vetrum.
Stefán kvæntist 16. janúar 1943 (á fimmtugsafmæli sínu) Huldu
Aradóttur, dótmr Ara Guðmundssonar, er ættaður var af Skaga-
strönd, og Ríkeyjar Gestsdóttur, en hún var ættuð úr Arnarfirði
vestra.
Eins og fram hefur komið hér á undan var Stefán Sveinsson
glaðsinna og léttlyndur maður, án þess að vera galgopi eða alvöru-
leysingi. Hann hafði yndi af samvistum við aðra, og hvorki for-
smáði hann vín né konur. Hann varð þó með vissu hvorki drykkju-
né kvennamaður, eins og þau orð eru venjulegast skilin. Hann
var einn þeirra manna, sem framar öðru leggja kapp á að gera
skyldu sína, en láta annars hverjum degi nægja sína þjáningu.
Hann hafði mikið yndi af góðum bókum og las mikið. Skiljan-
legt er, að manni með hans skaplyndi og lífshorf hafi verið lítil
eftirsókn í því að gerast umsvifamikill búhöldur, enda þótt hanr
nyti samvista við búpening og væri ágætur hirðir. Frá þessu sjónar-
35