Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 41
AF STEFÁNI SVEINSSYNI
Það vita flestir vegamenn,
að vín á bezt við sönginn.
Eg á nesti óeytt enn,
þó aðra bresti föngin.
Þá þótti ekki lítið koma til eftirfarandi „fjallbúa“ stefs, eink-
um þar sem það féll vel að alkunnu lagi:
Minn eldur er falinn á öræfaslóð.
Ég á þar hinn svalandi frið.
Svo kem ég í dalinn og kveð þar mín ljóð,
þar er kvenfólk, sem talandi er við,
þar er kvenfólk, sem talandi er við.
Svo kem ég í dalinn og kveð þar mín Ijóð,
þar er kvenfólk, sem talandi er við.
Fyrsta sumarið mitt á Vatnsskarðinu heyrði ég oft talað af
mikilli hrifningu endurminningarinnar um fræga Stafnsréttarferð,
sem vegavinnumenn höfðu farið haustið áður, að ég held. I þeirri
réttarferð hafði margt sögulegt gerzt, og var Stefán Sveinsson ein
aðalpersónan í þeim atburðum öllum. Þessi Stafnsréttarferð fest-
ist enn betur í minni fyrir þá sök, að Stefán hafði ort brag einn
mikinn í ferðinni, sem mikið var sunginn. Bragurinn var svofelld-
ur, og tel ég rétt að enda þetta innlit í syrpu Stefáns með honum:
Á Stafnsréttareyri við stöndum í dag,
og strákarnir eru með galsa.
Og heyra má hvarvetna ljóð eða lag
og líka nýmóðins valsa.
:j: Hæ, hó, hæ, hó, ansi er það gaman. :|:
Þetta er eina vísan í ár,
sem við Aðalbjörn kveðum saman.
39