Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 45
GÖMUL LATÍNUVÍSA
eftir JÓNAS K. JÓSTEINSSON
Þegar ég átti heima í Utanverðunesi, hjá Magnúsi
Gunnarssyni og Sigurbjörgu systur hans, voru afi þeirra og amma
ennþá lifandi, þau Magnús Arnason og Sigurbjörg Guðmunds-
dóttir. Þau höfðu búið í Utanverðunesi allan sinn búskap, en dótt-
urbörn þeirra voru nú tekin við búsforráðum.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir hafði það fyrir sið að þylja upp-
hátt vers og bænir, og hlustaði ég oft á það og lærði sumt þótt
segja megi, að allt sé nú gleymt eftir marga áratugi. Eg held, að
þessi morgunbæn sé samt úr safni Sigurbjargar:
/ þtnu nafni uppvaknaður
er ég, Jesús guð og maður,
lof sé þér fyrir líf og gceði,
líkamsheilsu, föt og fceði,
og allt, sem þín óþreytt mildi
aumum mér til leggja vildi.
Eitt sinn heyrði ég Sigurbjörgu þylja eitthvað á annarlegri
tungu, sem ég skildi auðvitað ekki, en þetta vakti forvitni ungl-
ingsins, svo að ég spurði hana, hvað þetta væri. Hún sagði mér,
að þetta væri vísa á latínu, sem hún hefði lært af afa sínum, en
43