Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 47
HRINGSGERÐI Á AUSTUR-TUNGUDAL
eftir PÁL SIGURÐSSON frá Lundi
Tungudalur er einn þeirra þriggja þverdala, sem liggja
í suðvestur úr Stíflu í Fljótum. Tunguáin fellur eftir dalnum og
skiptir honum í Austur- og Yestur-Tungudal. Austurdalurinn er
einnig kallaður Háakotsdalur. Áin kemur úr allstóru vatni í botni
dalsins, Tungudalsvatni. Hún er ekki mikil að jafnaði, en víða stór-
grýtt og ógreið yfirferðar.
Tungudalur er á ýmsan hátt ólíkur flestum hinna mörgu þver-
dala, sem skerast inn í fjallahringa umhverfis sveitir og byggða
dali. Hann liggur ekki hátt yfir sjó, er breiður milli fjallseggja
og þrengist lítt eða ekki til botnsins. Gróður er ríkulegur í daln-
um og landgæði mikil. Graslendi er í áberandi meiri hluta vestan
ár, en lynggróður austan ár. Hólaþyrpingar eru á Austurdal; hól-
arnir lyngi vaxnir neðan til með finnungslautum, en grýttir efra
og þá gjarnan klæddir gráum mosa. Mótak og torfrista er í daln-
um, aðallega í Selmýri, og slægjur um mýradrög, lautir og móa-
börð langt fram á dal. Eftirtekt vekur hinn mikli gróður í dal-
botninum umhverfis Tungudalsvatnið. Austur af því heita Flár,
víðáttumikið graslendi með mýrum og móabörðum, en í vesturátt
Grænur og Stóravatnshjallar, grösugt land. I vatninu er silungur,
en veiði lítt eða ekki stunduð.
Það var annars ekki ætlunin að iýsa dalnum, en ég taldi rétt
vegna framhaldsins að geta hans með nokkrum orðum.
45