Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 48
SKAGFIRÐINGABÓK
Fyrir mynni dalsins stóðu þrír bæir: Tunga og Hringur niðri á
flatanum, en Háakot uppi í allhárri brekku. Tunga var stórbýli
með mikil og góð engjalönd, sem öll hurfu undir vatn, þegar
Skeiðsfoss var virkjaður; hin býlin smá, enda talin hjáleigur frá
Tungu. Stutt er á milli bæja og töðuvellir ná saman. Þarna er nú
auðn ein.
Hringsgerði er norðan undir Háaklifi á Ausmrdal (þ. e. Austur-
Tungudal) og skammt fyrir framan Háakot. Klifið er hæð, sem
nær vestan frá Tunguá og austur að neðri enda Syðstahryggs.
Gerðið er hring- eða skeifulaga lægð, og rís land mun hærra í
kring á þrjá vegu. Að austan Hringsholt, að sunnan og vestan
Háaklif og að norðan og vestan Stekkjarmýri. Gerðið er allt gróið
og að mestu þurrlent, þó er þar smámýri austantil. Tveir hólar
eru á Gerðinu, þeir liggja nokkurn veginn í línu frá suðaustri
til norðvesturs. Milli þeirra eru tæpir 30 metrar. Hólar þessir eru
ekki ýkjastórir um sig, brattir á langhliðinni, sem veit mót norð-
vestri, aflangir og furðulíkir að stærð og lögun. Fornar húsarústir
eru á báðum hólunum. Ekki er ósennilegt, að endur fyrir löngu
hafi verið þarna lítið stöðuvatn eða tjörn, áður en lækirnir, sem
nú renna norður úr Gerðinu, grófu sig niður. Hafa þá hólarnir
e. t. v. verið hólmar í vatninu.
Gerðið liggur undir Hring og höfðu Hringsbændur þar beitar-
hús, þó ekki á þessari öld, en heyskap sótm þeir þangað fram um
1915-1918. Steinn Jónsson, sem flutti í Hring 1915 og bjó þar
til 1945, segist einu sinni hafa sótt heyskap á Gerðið á sínum
fyrstu búskaparárum þar.
Þegar ég í æsku var smali í Háakoti, átti ég daglega leið um
nágrenni Hringsgerðis, því smalagötur lágu rétt vestan við það.
Einnig var brekkan norður af Háaklifinu og niður á Gerðið vin-
sæl, en allerfið skíðabrekka á vetrum hjá okkur bræðrum. Aðrar
minningar átti ég ekki frá þeim tíma um þennan stað.
Sumarið 1974 byrjaði ég að skrá örnefni á þessum slóðum, eða
nánar tiltekið í Stíflunni vestan ár, frá Þorgautsstöðum og fram
til Mjóafells. Eg kom þá á Hringsgerði og leit yfir rústirnar á báð-
um hólunum. Ljóst var, að þarna var meira að sjá en rústir af
46