Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 51
HRINGSGERBI Á AUSTUR-TUNGUDAL
í honum mjög glögg veggjabrot af örlitlum kofa um 2 X 2 m
að flatarmáli. Er erfitt að sjá, hverju hlutverki hann hefur þjónað.
Má vera, að þar hafi börn haft búskap á seinni tímum, því veggir
eru tiltölulega unglegir að sjá.
Eins og áður er að vikið, var ákveðið að leita öskuhaugsins;
við höfðum því með okkur graftól.
Við stungum fyrst niður í rústirnar á báðum hólunum, en fund-
um ekkert, er sannfærði okkur um mannvist. Færðum okkur þá
út fyrir rústirnar. Tvær fyrstu leitirnar báru ekki árangur, en
Guðmundur stýrði skóflunni af öryggi, og í þiðju tilraun kom
öskuhaugurinn í Ijós, norðan í vestari hólnum. Um stungudýpt er
niður á öskuna og þykkt hennar um 30-40 cm, en ummálið rann-
sökuðum við ekki nánar og ekki heldur, hvort bein eða glerbrot
fyndust þar. En við fengum þarna staðfest, að margra alda gömul
munnmæli voru á rökum reist, eins og stundum kemur í Ijós, sé
eftir leitað, og það var okkur nóg.
Eins og áður er getið, er Hringsgerði hringlaga hvammur eða
kvos. Ekki hefur töðuvöllur verið stór, e. t. v. fóðrað eina kú.
Suðurhlutinn slétt grund, þýfðara kringum hólana og vestur og
norður frá þeim. Leifar af vallargarði sjást víðar en á einum stað,
og eru þær greinilegastar undir Klifinu. Annar heyskapur hefur
verið reytingslegur, því ætla má, að sótt hafi verið til fanga um
Selmýri, lautir og móabörð, allt fram um Langahrygg og víðar.
Nokkuð mátti þá reyta af heyjum á þessu svæði. Það var venja
föður míns, þegar hann bjó í Háakoti, að heyja fyrir völl á þess-
um slóðum. Man ég, að eitt sumar heyjaði hann 60 hesta, en sló
þó ekki Gerðið. Mótak og torfrista var í Selmýri, hvorugt gott,
en þó nýtandi. Vel er fyrir vatninu séð, tveir fremur litlir lækir
falla niður í Gerðið og renna norður eftir því. Smtt hefur því
verið vatnsgatan bæði í bæ og peningshús.
En hvað hét þessi bær? Hét hann Hringsgerði í upphafi eða
öðru nafni? Það er vitaskuld hægt að velta þessu fyrir sér og
gizka á nöfn, en ljóst er, að ekkert verður sannað.
I Bréfabók Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups, bls. 501, er
sagt frá kaupsamningi, sem gerður er að Espihóli í Eyjafirði dag-
49