Skagfirðingabók - 01.01.1977, Qupperneq 56
SKAGFIRBINGABOK
en um kvöldið; innangengt var í fjósin, svo kýr þurftu ekki að
svelta.
Það er frá Jóni Þorfinnssyni að segja, að hann fór frá Skíða-
sröðum í Laxárdal snemma um morguninn, og var því kominn
drjúgan spöl inn á Laxárdalsheiðina, þegar hríðin skall á. Hann
komst klakklaust til Sauðárkróks um kvöldið og sagði þetta hið
versta veður, sem hann hefði komið út í.
Rétt eftir hádegi var barið að dyrum á Ytra-Mallandi. Var þar
kominn Hinrik Kristjánsson, vetrarmaður í Efra-Nesi. Var hann
bæði klökugur og kaldur, svo hann mátti ekki mæla fyrst um
sinn, enda illa búinn. Hann var háttaður ofan í rúm og gefinn
heitur matur og hresstist þá fljótlega. Sagðist hann hafa verið að
huga að hrossum, en villzt í hríðinni. Reyndi hann að halda á
móti veðrinu, en hrakti undan, þar til hann kom niður á hamrana
fyrir utan Mallandsskarðið. Sá hann þá til sjávar og grillti í fjár-
húsin á Ytra-Mallandi. Fór hann niður Skarðið og lenti þá í sjó-
rokinu upp af víkinni, svo að hann gegnblotnaði, og komst með
naumindum til bæjarins. Tvisvar sagðist hann hafa fundið traðk
eftir menn og kindur, en týnt því aftur, og einu sinni heyrði hann
hundgá. Af því má ráða, að ekki hefur hann verið langt frá þeim
Mallandsmönnum með féð, þótt ekki sæi hann þá eða féð.
Ekki þótti ráðlegt að fylgja Hinrik heim til sín um kvöldið, en
þá var veðrið í hámarki og illfært milli bæja. Hinrik var utan-
sveitarmaður og það ókunnugur, að hann gat ekki farið einn.
Skúli átti fjárhús sín neðarlega á túninu. Þar vakti hann alla
nóttina. Um háflæði gekk brimið alveg að húsveggnum og sjó-
rokið skóf yfir það, svo að um tíma var hann að hugsa um að
sækja hjálp og reka féð burt. En þess þurfti þó ekki.
Ljótt var um að litast, þegar birti. Fjárrétt, sem var niður á
mölinni fyrir neðan húsin, var jöfnuð við jörðu. Sjóvarnargarður,
sem var fyrir neðan túnið, var hruninn að mesm. Grjót, sandur,
trjáviður og þari var upp um allt tún, og urðu á því miklar
skemmdir. Uti á Víkurbakkanum hafði brimið flutt 14 álna langt
tré, feðming að digurð, langt upp fyrir veg.
Ég, sem þetta rita, var ellefu ára, er þetta gerðist, svo minn
54