Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 61
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
/.
Nokkur atriði úr sögu samgangna1
I elztu lögum landsins, þjóðveldislögum Grágásar, er að-
eins lítillega vikið að samgöngumálum. Menn skyldu fylgja fornum
gömm, ef til væru, þegar þeir færu um annars manns land; keldur
skyldi brúa.2 Þetta afskiptaleysi má skýra í ljósi hins veika fram-
kvæmdavalds.
Með kristnitökunni jókst umferð, reglubundin kirkjusókn var
sáluhjálparatriði, og biskupsstólar og síðar skólar voru stofnaðir í
Skálholti og á Hólum. Til þessara staða lágu leiðir fjölda manns,
einkum er á leið og kirkjuvald efldist. Kirkjunnar mönnum var
þörfin ljós, og að sínu leyti stuðluðu þeir að bættum samgöngum
með því ákvæði í tíundarlögum, að það fé skyldi undanþegið tíund,
sem gefið væri til brúa og ferja.3
Yið efling konungsvalds og lögtöku Jónsbókar á seinni hluta
13. aldar færðust í vöxt opinber afskipti af ýmsum málum, í
Jónsbók eru t. a. m. nokkur ákvæði, er varða samgöngur. Sam-
kvæmt þeim áttu vegir að vera fimm álna breiðir, og hver maður
mátti höggva þann skóg, sem óx í þjóðbraut.
Arið 1294 birti Eiríkur konungur Magnússon réttarbót sína,
sem m. a. kvað á um, að bændum væri skylt að gera færa vegi
um hvert hérað, þar sem væri almannaleið að mati sýslumanna
og lögmanna. Sektir lágu við, ef út af var brugðið.
Það er augljóst, að erfitt var að framfylgja þessum ákvæðum.
Þrátt fyrir aukið konungsvald, var framkvæmdavaldið veikt í
höndum embættismanna. Landið var strjálbýlt og í mörg horn að
líta, enda er ekki kunnugt um framkvæmd á þessum lagabókstaf.
I greinargerð um embættisskyldur hreppstjóra, frá því um
1600, eru vegabætur taldar með þeim verkefnum, „sem stuðla
skyldu að vexti og viðgangi landsbyggðarinnar“.4 Þar er þess
59