Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 62
SKAGFIRBINGABÓK
einnig getið, að af stórám landsins sé aðeins Jökulsá á Dal brúuð;
er það sennilega eina vatnsfallið, sem brúað hefur verið frá fyrsttt
tíð. Ymis örnefni benda þó til þess, að brýr hafi verið allvíða frá
náttúrunnar hendi eða byggðar af mönnum, t. d. Brúará, Brúar-
foss, Brúarhlöð o. fl. Loks má nefna, að brú hefur að líkindum
verið yfir Oxará á Þingvelli allt frá því alþingi var stofnað 930.5
Hinrik Bjelke hirðstjóri skrifaði bréf til konungs árið 1650 og
kvartaði undan fæð brúa og ferja. Hans hátign svaraði um hæl
og fól Bjelke að fara að íslenzkum lögum um þessi mál.6 Ekki
er kunnugt um framkvæmd þeirra fyrirmæla.
Þorkell Jóhannesson telur, að framkvæmdum varðandi sam-
göngur hafi hnignað frá lokum þjóðveldis fram um lok 16. aldar,
og um miðja 17. öld hafi aðeins Jökulsá á Dal verið brúuð. Ferjur
héldust hins vegar í horfinu, enda illt án þeirra að vera.7 Ferju-
tollar auðvelduðu viðhald þeirra, en fríferjum var haldið úti með
kristfé.
Þar sem bættar samgöngur voru svo mjög háðar framtaki ein-
stakra manna, er auðsætt, að almennum samgöngubótum var lítt
sinnt. Það liggur í hlutarins eðli, að félagslegt átak þurfti til að
bæta samgöngur í svo strjálbyggðu og erfiðu landi yfirferðar. Þótt
einn og einn athafnamaður velti steini úr götu, þegar vel áraði,
sótti ætíð í hið fyrra far á erfiðum tímum.
Þetta yfirlit gefur til kynna, að ástand samgöngumála var nán-
ast óviðunandi fyrr á öldum, þrátt fyrir litlar kröfur, og átak
þurfti til úrbóta. Fyrsta sporið í þá átt var stigið með tilskipun
konungs 29. apríl 1776.
Tilvitnanir:
1 í þessum kafla er einkum stuðzt við grein Guðbrands Jónssonar,
Vegamál íslands (Alamanak Hins íslenzka Þjóðvinafélags 1947, bls.
77-107), og grein Kristjáns Guðmundssonar, Ferjuhald á Þjórsá og
Ölfusá (Mímir, 10. árg., 1. tbl., bls. 5—26).
2 182. grein Landbrigðaþáttar Grágásar, s.d. bls. 91-92.
3 Lovsamling for Island, I., bls. 2.
4 Lýður Björnsson: Saga sveitarstjórnar á Islandi, I., bls. 195.
60