Skagfirðingabók - 01.01.1977, Side 63
SAMGÖNGUR í SKAGAFIRBI
5 Thorvald Krabbe: Island og Dets Tekniske Udvikling gennem Tid-
erne, bls. 37-38.
6 Lovs., I., b!s. 242.
7 Þorkell Jóhannesson: Saga Islendinga, VII., bls. 192.
II.
Tilskipun urn vegi 1776
18. ÖLDIN hefur löngum verið nefnd upplýsingaröld. Þá
fóru stjórnvöld margra landa að gefa gaum að ýmsum málum, er
horfðu til hagsbóta, en lítt eða ekki hafði verið sinnt áður. Kristján
konungur VII. tók við völdum í ríki Dana árið 1776. Hann var
geðveikur og réð litlu um stjórn ríkisins. Læknir hans, Struensee,
hafði hins vegar mikil völd um skeið, og stjórnarathafnir hans
voru mjög í anda upplýsingar- eða fræðslustefnunnar. Hann átti
sinn þátt í því, að árið 1770 var skipuð nefnd til að gera alhliða
úttekt á högum landsins. Hefur hún jafnan verið kölluð Lands-
nefndin fyrri. Nefndin vann mikið starf og lagði grundvöllinn að
ýmsum tilskipunum, þar á meðal um samgöngur. Um þau gerði
hún m. a. svofelldar tillögur:
„1) Að sem flestir hinna fornu fjallvega, sem nú eru ýmist að
mestu eða öllu týndir eða hætt að fara, verði teknir upp til
umferðar að nýju, ef þeir reynast færir ríðandi mönnum og
klyfjahestum, og þeim komið í nothæft ástand.
2) Að vegabætur innan sveita og milli þeirra verði teknar upp
með meiri dugnaði en verið hefur, þar sem þær eru fram-
kvæmanlegar, sem víðast hvar er, og skyldi sýslumönnum
falið, hverjum í sínu umdæmi, að annast þetta þannig, að
það yrði sem minnst tilfinnanlegt almenningi bæði um kostn-
að og tímaspjöll.“1
61